28 daga FEBRÚAR ÁSKORUN SÓLA

1.-28. febrúar 2018

Taktu þátt í jógaáskorun Sóla í febrúar!

Auk andlegs og líkamlegs ávinnings sem hlýst af þessari markvissu iðkun er til mikils að vinna.

Þeir sem að skila inn 100% mætingu eiga möguleika á að vinna árskort hjá okkur í Sólum eða jógavörur!

Eina sem þú þarft að gera er að staðfesta komu þína á facebook-viðburðinum og við skráum þig í áskorunina. Í framhaldi af því þarftu að mæta alla 28 daga mánaðarins í einhvern tíma í stundatöflu að minnsta kosti einu sinni á dag og staðfesta mætinguna hjá okkur í afgreiðslunni. Í lok febrúarmánaðar verður einn heppinn jógi, í hópi þeirra þátttakenda sem skila 100% mætingu, dreginn úr pottinum og fær að launum árskort í Sólum, auk þess sem aðrir smærri vinningar verða í boði fyrir virka þátttakendur.

Auðveldara og notalegra gæti það ekki verið!
Við byrjum strax 1. febrúar nk.

Áskorunin hentar öllum, byrjendum sem og lengra komnum!

Hlökkum til að sjá ykkur á dýnunni ♥