Baptiste Power Yoga flæðið er hannað til að gefa þér bæði líkamlegan og andlegan kraft og einbeitingu. Með reglulegri þjálfun öðlastu það innsæi sem þú þarft til þess að ná stöðugum árangri á mikilvægustu sviðum lífs þíns. 

Baptiste jóga er öflugt og krefjandi jóga sem byggir á flæði/vinyasa og öndun í takt við æfingarnar í hituðum sal. Við þetta byggist upp mikil orka og hiti í líkamanum sem hjálpar þér að ná einbeitingu, komast betur inn í stöðurnar og teygja á. Auk þess sprettur út sviti sem hjálpar til við að hreinsa líkama og húð.

Tímarnir eru fyrir bæði byrjendur og lengra komna þar sem boðið er upp á útfærslur fyrir öll getustig og notast við jógakubba og jógabelti. 

The three themes of Baptiste Yoga are; Be a Yes, Give Up What You Must and You are Ready Now.