Barkan jóga er nefnt eftir Jimmy Barkan sem setti saman ákveðna rútínu af jógastöðum gerðum í hita. Barkan jógaserían er blanda af hatha og vinyasa eða flæði jóga. Hatha/vinyasa jóga er líkamleg hlið jóga, hönnuð til að koma á jafnvægi og vellíðan í líkama, huga og sál.

Barkan jóga styrkir og opnar allan líkamann. Barkan serían nær djúpt inn í vöðvana, losar um spennu og stress og endurnærir líkama og sál. Að fara í gegnum ákveðna rútínu auðveldar að kyrra hugann og komast í hugleiðsluástand þar sem öndun og hreyfing skapa „dans“ eða “moving meditation”. Fyrri hluti tímans er nokkurn veginn eins með standandi stöðum/flæði, en í seinni hlutanum á gólfinu er misjafn fókus, á bakopnanir/styrk, mjaðmir o.s.frv.

Tímarnir eru hannaðir fyrir öll stig iðkenda þar sem hver og einn fær val um að fara eins langt inn í stöðurnar og hann ræður við.