ESTRID ÞORVALDSDÓTTIR | JÓGARÁÐGJÖF/TALNASPEKI

 

Jógaþerapía

Markmið jógaþerapíu: Að skilja og finna mikilvægi þess að tengjast djúpt við sjálfan sig og aðra, rækta heilbrigðar venjur, kanna rót og orsök fíkna, gera frið við fortíð sína, öðlast skilning og val í hegðun, dafna í nútímanum, viðurkenna styrk sinn  og skapa innblásna og uppfyllta framtíð.

Við erum á leiðinni inn í nýja öld. Við erum að undirbúa okkur fyrir nýja leið til að lifa og vera. Við erum að stilla líkama, huga og anda til að lifa í öðruvísi heimi. Partur af því er að skipta um stillingu á sjálfsmyndinni, nýja sjálfsmyndin er í gegnum hjartastöðina. Jógaþerapía getur hjálpað okkur að opna fyrir tilfinningar og á sama tíma dvelja í okkar eigin styrk.

 Við vinnum með

  1. Úr skorti yfir í gnægð og auðlegð.
  2. Úr takmörkuðu egoi í sálina og hjartamiðaða meðvitund.
  3. Frá því að þrauka og lifa af yfir í að slaka á og lifa með aðdráttaraflinu.
  4. Frá því að þrauka og vera í niðurrifi yfir í sköpun og vöxt.
  5. Frá ótta yfir í traust og vissu.
  6. Úr valdskiptingu yfir í jafna þátttöku og framlag.
  7. Úr neikvæðu sjálfsáliti yfir í sjálfstraust og sjálfskærleika.
  8. Úr tvíhyggju og dramatík yfir í frið og gleði.
  9. Frá jarðneskum veruleika yfir í nýjar víddir.
  10. Frá því að vera fórnarlamb, yfir í innri styrk og heilun.

 

Um Estrid

Jógakennari, talnaspekingur, leiðsögumaður og listfræðingur. Fór í nám til Kanada í jógaþerapíu sem er miðuð á kulnun í starfi og fíknir sem verða til í streitu og álagi. Einnig samskipti og tengsl í daglegu lífi.

 

2013-2015 Hefur kennt jóga fyrir starfsfólk geðdeildar á LSH.

2016 Kenndi jóga fyrir starfsfólk á Listasafni Reykjavikur.

2017 Kenndi jóga fyrir starfsfólk í Ráðshúsi Reykjavikur.

2018 Er um þessar mundir með námskeið í gallerí I8 í Tryggvagötu fyrir starfsfólk.
2008- 2010 Estrid Siri mukh has compleated at Kundali Research Institue.

2011 Conscious Communication  Shiv Charan Sing Italy.

2011 BA ítalska.

2013 Conscius Communication Shiv Charan Sing  Iceland.

2014 Authentic Relationships  Mahan Richi Iceland.

2015 LifeCycles & LifeStyles  Shiv Charan Sing Iceland.

2016 Mind & Meditation  Guru Daram Iceland.

2017 Vitality and Stress Shiv Charan Sing Iceland.

2017 BA listfræði.