• Auka námskeið í „Handstand 101“

  Auka námskeið í „Handstand 101“

  29. ágúst, 2018
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  29/08/2018
  6:00 e.h. - 9:00 e.h.

  Staðsetning
  Sólir


  Það seldist upp á methraða á „Handstand 101“! Misstiru af dýnunni þinni? Ekki örvænta- við höfum bætt við auka námskeiði þann 29. ágúst!

  Handstaða 101 er 3 klst. vinnustofa þar sem farið verður í þá „einföldu“ vinnu að mastera handstöðuna, eina og sér.
  Fyrir alla, bæði þá sem komast ekki (enn) upp og hina sem hafa náð tökum á handstöðu en vilja styrkja sig og ná betri tækni þannig að hægt sé að nota handstöðu í öllum tímum. Sólveig Þórarinsdóttir er stofnandi og ein eigenda Sóla. Hún er með 200 RYT kennsluréttindi í heitu jóga (hatha) frá Absoulute Yoga Academy á Tælandi og 300 RYT í Ashtanga jóga frá sama skóla. Sumarið 2018 lauk Sólveig 300 RYT í Beyond Bryce á Tælandi.

  HELSTU ATRIÐI

  Hvar: Sólir Jóga & Hjóla Stúdíó, Fiskislóð 53-55.  
  Hvenær: Miðvikudaginn 29. ágúst 2018, kl. 18.00-21.00. 
  Hvernig: Skráning í Sólum, solir@solir.is, s. 571 4444. 
  Verð: 11.900 kr (9.900 kr f. meðlimi Sóla), gengið frá greiðslu við skráningu. 

  Hámarksfjöldi þátttakenda: 20.