• Hættu að væla og komdu að kæla!

  Hættu að væla og komdu að kæla!

  3. júlí, 2018
  Ekkert kort

  Dagsetning og tími
  03/07/2018 - 28/07/2018
  8:30 f.h. - 9:30 f.h.

  Staðsetning
  Sólir


  Hættu að væla og komdu að kæla – Cold Therapy, Breath and Joy

   

  Námskeið með Andri Iceland og Tanit Karolys í Sólum 3.- 28. júlí 2018

   

  Cold Therapy eða kuldaþjálfun hefur verið notuð um aldaraðir, allt frá munkunum í Himalaya fjöllunum til leikskólabarnanna í Rússlandi, í þeim tilgangi að viðhalda hollum og heilbrigðum lífsstíl. Þessi aðferð fer með þig strax inn að kjarna málsins / sem er sönn tenging við huga, Iíkama og sál.

   

  Með blöndu af meðvitaðri öndunartækni og fókus opnast dyrnar að óendanlegum möguleikum. Á þessu námskeiði munum við fara yfir eftirfarandi atriði:

  • Leiðina til að ná stjórn á eigin huga og líkama.
  • Vinna með og læra á meðvitaða öndun.
  • Kuldaþjálfun, að ná stjórn við erfiðar aðstæður.
  • Hreyfiflæði, listin við að sleppa tökunum. Waves.
  • Hópævintýri í lok námskeiðs – lokaáskorunin.

  Fyrir hverja:

  Cold Therapy er tilvalin fyrir alla þá sem vilja komast út úr þægindarammanum sínum og taka aftur yfir stjórnina á eigin lífi. Kuldaþjálfun er líka öflugt tól til að vinna með eftirfarandi:

  • þyngdarstjórnun
  • streitulosun
  • andlega heilsu
  • langvinna verki

  Byrjendur eða aðeins lengra komnir í kuldaþjálfun (s.s í sjósundi eða með ástundun köldupottanna) munu taka æfingu sína á næsta stig með þessu námskeiði.


  Hvenær:

  4 vikna námskeið, 3.-28. júlí 2018, þriðjudaga og fimmtudaga.

  Hópur 1: kl. 7.30-8.30.

  Hópur 2: kl. 11.30-12.30.

  Sameiginlegt ÚTIævintýri 28. júlí. 

  Hvar: Sólir jóga & hjóla stúdíó, Fiskislóð 53-55, Granda – og úti í náttúrunni.

   Verð: kr. 29.900.

  Gengið frá greiðslu við skráningu; solir@solir.is, s. 571 4444.