• HANDSTÖÐU NÁMSKEIÐ MEÐ HEIÐARI LOGA

  HANDSTÖÐU NÁMSKEIÐ MEÐ HEIÐARI LOGA

  24. nóvember, 2017
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  24/11/2017 - 26/11/2017
  Allan daginn

  Staðsetning
  Sólir


  • Hvar: Sólir jóga og heilsusetur
  • Hvenær: Helgina 24. – 26. nóvember 2017
  • Hvernig: Skráning í Sólum
  • Verð kr. 29.900 (kr. 24.900 fyrir meðlimi Sóla).

  Helgarnámskeið 24.-26 nóvember

  Frábært helgarnámskeið í handstöðutækni með Heiðari Loga Elíassyni. Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna og mun Heiðar log miða kennsluna við getustig hvers og eins nemanda. Farið verður yfir styrktaræfingar og tækniæfingar sem stuðla að betri handstöðum og sýnt hvernig nota má þær í jóga. Takmarkaður fjöldi þáttakenda.

  Heiðar Logi

  hefur iðkað jóga í mörg ár og kennt handstöður, bæði á námskeiðum og á vinnustofum. Hann hefur stundað brimbrettaíþróttina frá 15 ára aldri og er eini atvinnusörfainn á Íslandi. Heiðar heillaðist að handstöðum strax í æsku og hefur undanfarin ár æft þær af krafti með áhærslu á tækni, aukinn styrk og betra jafnvægi. Jóga hefur auðgað líf hans í víðum skilningi, styrkt hann sem íþróttamann og stuðlað að góðu límalegu og andlegu jafnvægi.

  Dagskrá

  Föstudagur

  19:00-21:30 Farið yfir grunnhandstöðutækni og -æfingar.

  Laugardagur

  10:00-12:00 Hvernig notum við handstöðutækni í sólarhyllingu – jump back & jump through. 12:00-14:00 Hádegispása.
  14:00-17:00 Farið yfir höfuðstöðu og framhandleggsstöðu. Handstöðuæfingar.

  Sunnudagur

  10:00-12:00 Farið yfir crow og firefly pose.
  12:00-14:00 Hádegispása.
  14:00-17:00 Nemendur læra að pressa. Handstöðuæfingar.

  Nánari upplýsingar og bókanir hjá Sólum s:571-4444 // solir@solir.is