• Helgarnámskeið með Kino MacGregor & Tim Feldmann

  Helgarnámskeið með Kino MacGregor & Tim Feldmann

  26. október, 2018
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  26/10/2018 - 28/10/2018
  12:00 f.h.

  Staðsetning
  Sólir


  Kino MacGregor & Tim Feldmann – WORKSHOP – í fyrsta sinn á Íslandi!

  Helgina 26.-28. október 2017 | Skráning hafin, fyrstur kemur…

  Við erum bæði stolt og spennt að taka á móti Kino MacGregor – einni af rokkstjörnum jógaheimsins – sem heldur sitt fyrsta „Workshop“ á Íslandi í Sólum dagana 26.-28. október nk., ásamt eiginmanni sínum, jógakennaranum Tim Feldmann.

  Kino þarf vart að kynna. Hún hefur tæplega 20 ára reynslu af ashtanga iðkun og kennslu og hefur haldið vinsæl námskeið og workshops víða um heim. Kino er höfundur fjölda bóka og kennslumyndbanda um jóga og er bæði öflugur rithöfundur og bloggari. Hún nýtir sér samfélagsmiðla á sinn einstaka hátt við kynningu og kennslu og er með ríflega tvær milljónir fylgjenda.

  Kino er í hópi fárra útvaldra sem hafa öðlast kennsluréttindi í ashtanga jóga hjá föður ashtanga jógahefðarinnar, Sri K. Pattabhi Jois í Mysore á Indlandi, og lært hjá honum fimmtu seríuna.

  Skráning er hafin!

  Skilyrði er að greiða námskeiðið að fullu við skráningu í gegnum síma eða í Sólum!

  Dagskrá

  Föstudagur

  18:00-20:00   The Yogi Assignment – Practice and Discussion

  Laugardagur

  10:00-12:00  Breath & Bandha

  14:00-16:30  Arm balances and inversions

  Sunnudagur

  10:00-12:00  Ashtanga Yoga Primary Series
  14:00-16:30  Backbends

  Upplýsingar

  • Hvar: Sólir jóga- og heilsusetur, Granda.
  • Hvenær: Helgina 26.-28. október, 2018
  • Hvernig: Skráning í Sólum eða í síma 57 14444
  • Verð kr. 31.900 (kr.29.900 f. meðlimi Sóla )- GREITT við skráningu