• Kundalini & Hljóðheilun

  Kundalini & Hljóðheilun

  18. nóvember, 2017
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  18/11/2017
  4:00 e.h. - 10:00 e.h.

  Staðsetning
  Sólir


  • Hvar: Sólir jóga og heilsusetur
  • Hvenær: Lau. 18. nóvember 2017 kl. 16:00- 19:00 / 20:00-22:00
  • Hvernig: Skráning í Sólum Verð:
  • Námskeið kr. 4.500.
   • Tónleikar: kr. 3.000.
   • Námskeið og tónleikar: kr. 6.000

  NÁMSKEIÐ

  Kundalini jóga líkamsæfingar, öndunaræfingar, hljóðflæði og jógaheimspeki er viðfangsefnið á þessu 3 klst. námskeiði. Við vinnum með orkuna sem nýja tunglið færir okkur, máttinn til að raungera drauma, hugmyndir og langanir. Námskeiðið er fyrir alla; byrjendur og lengra komna jógaiðkendur, óperusöngvara, karókíunnendur og þá sem aldrei syngja fyrir framan aðra. Það geta allir notið góðs af því að vera í hljóðflæðinu og upplifa mátt þess.

  TÓNLEIKAR Töfraferðalag með magnaðri tækni Kundalini jóga hljóðflæðisins. Við tengjum hjörtu okkar og raddir við alheimshljóðflæðið í mögnuðum samhljómi á nýju tungli. Þetta ferðalag er blanda tónleika, samhljóms, hljóðheilunar og gongs. Þessir tveir tímar eru sjálfstætt framhald af námskeiðinu fyrr um daginn; engin krafa er um að mæta á námskeiðið áður.

  Hugrún Fjóla er Kundalini jógakennari, söngkona og stærðfræðinemi. Hún hefur sérhæft sig í möntrusöng og fléttar saman jóga og tónlist á sinn einstaka hátt með ukulele og harmóníu undirspili. Hugrún Fjóla er búsett í Danmörku þar sem hún styður við vöxt Kundalini jóga í Kaupmannahöfn. Síðastliðin tvö ár hefur hún ferðast um Evrópu og Bandaríkin með röddina og hljóðfærin í farteskinu og komið fram á hinum ýmsu jógahátíðum. Hún vinnur einnig að gerð sinnar fyrstu möntruhljómplötu sem er væntanleg næsta vor.

   

  Dagskrá

  16:00 – 17:00 Hvað er mantra og hvað gerir hljóðflæðið (the sound current) fyrir okkur.

  17:00 – 18:00 Hreyfum líkamann og tengjumst inn á við.

  18:00 – 18:30 Djúpslökun með hljóðheilun.

  18:30 – 19:00 Möntrugaldrar.

  19:00 – 20:00 Hlé

  TÓNLEIKAR Sérviðburður þar sem verður farið alla leið í töfrunum. Tveggja tíma hljómferðalag; þátttakendur námskeiðsins fá 50% afslátt. 20:00 – 22:00 Tónleikar, samhljómur, hljóðheilun og gong.

   

  Nánari upplýsingar og bókanir hjá Sólum s:571-4444 // solir@solir.is