• Námskeið í Trapeze jóga | Jóga í rólu

  Námskeið í Trapeze jóga | Jóga í rólu

  15. janúar, 2018
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  15/01/2018 - 07/02/2018
  Allan daginn

  Staðsetning
  Sólir


  Rólujóga -NÝTT- Í nýjum jógasal!

  4 vikna námskeið hefst mánudaginn 15. janúar 2018

  Ertu tilbúin/nn að hanga, storka þyngdaraflinu? Þá er Rólujóga í Sólum málið!

  Í jógarólu er öllu snúið á hvolf, í bókstaflegri merkingu; iðkandinn hangir á hvolfi og af því hlýst margvíslegur ávinningur. Jóga trapísa styrkir t.d. miðjusvæði líkamans, teygir á bakinu og vinnur gegn krónískum bakverkjum, bætir líkamsstöðu, eykur blóðflæði til heilans og margt fleira.

  Sólrún María

  Sólrún María Arnardóttir, jógakennari í Sólum, hóf að stunda jóga reglulega fyrir 7 árum. Sumarið 2016 lauk hún jógakennaranámi við Absolute Yoga Academy á Tælandi. Þar lærði hún vinyasa yoga sem undirbúning fyrir handstöður, hugleiðslu og pranayama. Sólrún María er nýkomin heim frá Barcelona þar sem hún aflaði sér jafnframt kennsluréttinda í yoga trapeze – jógarólu / jóga trapísu. Sólrún lærði hjá Lucas Rockwood, við Yoga Trapeze Teacher College í Barcelona, og hún er spennt að kynna jóga trapísu fyrir Sólarjógum. * Engrar grunnþekkingar krafist á námskeiðinu Rólujóga. Kennt verður í glæsilegum, nýjum jógasal Sóla sem tekinn verður í notkun í ársbyrjun 2018.

  Nánari upplýsingar

  • Hvar: Sólir jóga og heilsusetur
  • Hvenær: 4 vikur; 15. jan. – 7. feb. 2018 mánudaga og miðvikudaga kl. 18:30-19:30
  • Hvernig: Skráning í Sólum.
  • Verð 21.900 kr. (19.900 kr. f. meðlimi Sóla).