• Skíða-og Jógaferð til Austuríkis

  Skíða-og Jógaferð til Austuríkis

  25. febrúar, 2018
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  25/02/2018 - 04/03/2018
  Allan daginn

  Staðsetning
  Sólir


  Við hjá Sólum erum stolt af nýju samstarfi með GB Ferðum og teljum að saman getum við boðið upp á brot af því besta úr báðum heimum. Í fyrsta skipti geta þeir sem hafa ástríðu fyrir skíðum og jóga sameinað þetta tvennt og svo miklu meira þar sem við bjóðum nú uppá einstaka skíða- og jógaferð sem eru til þess fallnar að endurnæra líkama og sál. Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari og eigandi Sóla mun leiða jógatíma í hlýjum sal með áherslu á teygjur til að tryggja hámarks endurheimt og vellíðan en hún verður einnig fararstjóri í þessari ferð. Okkur er sönn ánægja að fá að fylgja ykkur til Austurríkis og kynna ykkur fyrir þessu frábæra skíða- og spa hóteli sem býður uppá heimsklassa aðstæður í öllum skilningi.

  Við hjá Sólum og GB ferðum höfum undirbúið ferðina vandlega til að tryggja að hún skili ykkur hámarks upplifun. Í boði verður hæfileg dagskrá þar sem að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, góður og heilsusamlegur matur og síðast enn ekki síðst persónuleg farastjórn til að allir njóti sín og komi til baka endurnærðir og fullir af þakklæti og ást.

  Kempinski Hotel Das Tirol er glæsilegasta 5 stjörnu skíðahótel sem GB Ferðir hafa verið með í sölu. Hótelið er gríðarlega vel útbúið með risastóru lobby svæði, þar sem er m.a. skíðaverslun  og skíðaleiga, lounge svæði, kaffihús, leikherbergi og skíðageymsla. Að auki er einn virtasti skíðaskóli Tirol staðsettur á hótelinu. Í lok hvers dags eru fríar „Aprés“ veitingar fyrir hótelgesti. Herbergin á hótelinu er mjög fallega og hlýlega innréttuð og smekkleg. Stærðin er góð eða að lágmarki 37 fm. og nóg skápapláss og snagar fyrir útifatnaðinn. Sloppar og inniskór eru inni á öllum herbergjum. Heilsulind hótelsins er 3.200 fm. Þar er allt sem hugurinn girnist. Taka má lyftu beint í heilsulindina og því óþarfi að ganga í gegnum lobbý hótelsins á sloppnum. Í heilsulindinni er inni og útisundlaug og heitur pottur úti og eru börn velkomin þar í fylgd með fullorðnum á opnunartíma, en sum svæði í heilsulindinni eru einungis ætluð fullorðnum.

  VERÐ

  Verð frá kr.

  kr. 209.000,-

  á mann í tvíbýli

  DAGSETNINGAR

  25 FEB TIL 04 MAR
  kr. 209.000 – Sérferð Sólir Yoga

  FLUGÁÆTLUN

  FI 532    KEFMUC 0720 1205
  FI 533    MUCKEF 1305 1600

  INNIFALIÐ

  Flug með Icelandair til München, flugvallarskattar og aukagjöld, gisting á Kempinski Hotel Das Tirol með morgunverði, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins. Boðið verður uppá bæði hlýtt hatha jóga og hlýtt yin jóga sem hvoru tveggja er aðgengilegt fyrir alla – byrjendur og vana. Það verða tímar ýmist fyrir og eftir skíðadaginn í hlýjum sal við arineld. það er takmarkaður fjöldi sem kemst í salinn. Sólveig mun leiða þessa tíma sem eru 40-60mín en morguntímarnir verða kröftugir og upphitun fyrir þá sem skíða, seinnipartstímarnir verða undir áhrifum yin þar sem áhersla verður á djúpar og slakandi teygjur

  *ath. City tax bætist við reikninginn og er 1,80 EUR per night and guest.

  Hálft fæði:
  Halft fæði er 45 EUR á mann á dag.  Það er einungis hægt að bóka alla dagana eða ekki.

  Reglur um börn:
  0-5 ára gista frítt með fullorðnum og eru í fríu fæði
  6-11 ára 50 EUR fyrir aukarúm og 22,50 EUR fyrir hálft fæði
  12 ára og eldri 100 EUR fyrir aukarúm og 45 EUR fyrir hálft fæði
  Maximum Occupancy 2 Adult(s) 1 Child(ren)

  Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

  Evrópa 3.760 per. fluglegg
  USA kr. 5.700 per. fluglegg

  Nánar – þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.
  Lyftupassar eru seldir á hótelinu:

  6 dagar
  fullorðnir 248 EUR
  Börn (fædd 2009-2000) 124 EUR
  Unglingar (1999-1997) 186 EUR

  5 dagar
  fullorðnir 235 EUR
  Börn (fædd 2009-2000) 117 EUR
  Unglingar (1999-1997) 176 EUR

  3 dagar
  fullorðnir 142 EUR
  Börn (fædd 2009-2000) 71 EUR
  Unglingar (1999-1997) 106 EUR

  SKILMÁLAR

  Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 10 vikum fyrir brottför.