• Skíða- og jógaferð til Austurríkis

  Skíða- og jógaferð til Austurríkis

  25. febrúar, 2018
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  25/02/2018 - 04/03/2018
  Allan daginn

  Staðsetning
  Sólir


  Nú geta þeir sem hafa ástríðu fyrir skíðum og jóga sameinað þetta tvennt! Við kynnum með mikilli ánægju fyrstu Skíða- og jógaferð Sóla, í samstarfi við GB Ferðir, til Kitzbühel í Austurríki dagana 25. febrúar til 4. mars 2018.

  Kitzbühel er ein af skíðaparadísum austurrísku Alpanna, sem vart þarf að kynna. Dvalið verður á Kempinski Hotel Das Tirol; glæsilegu 5 stjörnu skíðahóteli sem er rómað fyrir fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu, úrvalsmat og glæsilega heilsulind með inni- og útisundlaug, ásamt heitum pottum.

  Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi Sóla, er fararstjóri í ferðinni og mun hún leiða jógatíma í heitum sal alla daga.

   Kempinski Hotel Das Tirol er glæsilegasta 5 stjörnu skíðahótel sem GB Ferðir hafa verið með í sölu. Hótelið er gríðarlega vel útbúið með risastóru lobby svæði, þar sem er m.a. skíðaverslun  og skíðaleiga, lounge svæði, kaffihús, leikherbergi og skíðageymsla. Að auki er einn virtasti skíðaskóli Tirol staðsettur á hótelinu. Í lok hvers dags eru fríar „Aprés“ veitingar fyrir hótelgesti. Herbergin á hótelinu er mjög fallega og hlýlega innréttuð og smekkleg. Stærðin er góð eða að lágmarki 37 fm. og nóg skápapláss og snagar fyrir útifatnaðinn. Sloppar og inniskór eru inni á öllum herbergjum. Heilsulind hótelsins er 3.200 fm. Þar er allt sem hugurinn girnist. Taka má lyftu beint í heilsulindina og því óþarfi að ganga í gegnum lobbý hótelsins á sloppnum. Í heilsulindinni er inni og útisundlaug og heitur pottur úti og eru börn velkomin þar í fylgd með fullorðnum á opnunartíma, en sum svæði í heilsulindinni eru einungis ætluð fullorðnum.

  VERÐ

  Verð frá kr.

  kr. 209.000,-

  á mann í tvíbýli

  DAGSETNINGAR

  25 FEB TIL 04 MAR
  kr. 209.000 – Sérferð Sólir Yoga

  FLUGÁÆTLUN

  FI 532    KEFMUC 0720 1205
  FI 533    MUCKEF 1305 1600

  INNIFALIÐ

  Flug með Icelandair til München, flugvallarskattar og aukagjöld, gisting á Kempinski Hotel Das Tirol með morgunverði, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins. Boðið verður uppá bæði hlýtt hatha jóga og hlýtt yin jóga sem hvoru tveggja er aðgengilegt fyrir alla – byrjendur og vana. Það verða tímar ýmist fyrir og eftir skíðadaginn í hlýjum sal við arineld. það er takmarkaður fjöldi sem kemst í salinn. Sólveig mun leiða þessa tíma sem eru 40-60mín en morguntímarnir verða kröftugir og upphitun fyrir þá sem skíða, seinnipartstímarnir verða undir áhrifum yin þar sem áhersla verður á djúpar og slakandi teygjur

  *ath. City tax bætist við reikninginn og er 1,80 EUR per night and guest.

  Hálft fæði:
  Halft fæði er 45 EUR á mann á dag.  Það er einungis hægt að bóka alla dagana eða ekki.

  Reglur um börn:
  0-5 ára gista frítt með fullorðnum og eru í fríu fæði
  6-11 ára 50 EUR fyrir aukarúm og 22,50 EUR fyrir hálft fæði
  12 ára og eldri 100 EUR fyrir aukarúm og 45 EUR fyrir hálft fæði
  Maximum Occupancy 2 Adult(s) 1 Child(ren)

  Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

  Evrópa 3.760 per. fluglegg
  USA kr. 5.700 per. fluglegg

  Nánar – þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.
  Lyftupassar eru seldir á hótelinu:

  6 dagar
  fullorðnir 248 EUR
  Börn (fædd 2009-2000) 124 EUR
  Unglingar (1999-1997) 186 EUR

  5 dagar
  fullorðnir 235 EUR
  Börn (fædd 2009-2000) 117 EUR
  Unglingar (1999-1997) 176 EUR

  3 dagar
  fullorðnir 142 EUR
  Börn (fædd 2009-2000) 71 EUR
  Unglingar (1999-1997) 106 EUR

  SKILMÁLAR

  Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 10 vikum fyrir brottför.