• KARLAJÓGA || 4 VIKNA NÁMSKEIÐ

  KARLAJÓGA || 4 VIKNA NÁMSKEIÐ

  13. nóvember, 2017
  Loading Map....

  Dagsetning og tími
  13/11/2017 - 06/12/2017
  12:00 f.h.

  Staðsetning
  Sólir


  • Hvar: Sólir jóga og heilsusetur
  • Hvenær: 4 vikur; 13. nóv. – 6. des. Mánudaga og miðvikudaga kl. 21:00-22:00
  • Hvernig: Skráning í Sólum
  • Verð: kr. 21.900 (19.900 f. meðlimi Sóla)

  Um námskeiðið

  Leifur Wilberg Orrason býður upp á nýtt 4 vikna byrjendanámskeið (8 tímar) í jóga fyrir karlmenn. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum í hlýjum sal. Síðustu tveir tímarnir verða í heitum sal og er námskeiðið því góður undirbúningur fyrir hot yoga.

  Námskeiðið Strákajóga er ætlað þeim sem halda að þeir séu of stirðir en langar samt að kynnast undraheimi jógaiðkunar. Karlmenn hafa stífari axlir og mjaðmir en konur og því er námskeiðið sérhannað til þess að losa um spennu og þreytu á þessum svæðum. Byrjað verður hægt og rólega og farið vel í tæknileg atriði fyrir stöður. Í seinni hluta námskeiðsins verður meiri hraði og teknar fyrir skemmtilegar stöður, þar sem hver og einn nemandi mun koma sjálfum sér á óvart. Einnig verður tekin fyrir slökun í hverjum tíma en að baki góðri slökun býr mikil og áhugaverð tækni sem nemendur fá að að kynnast vel.

  Námskeiðið stuðlar að því að byggja upp sjálfsöryggi hjá körlum ásamt liðleika og styrk. Jógað sem tekið verður fyrir hefur góð áhrif á taugakerfið sem mun meðal annars skila sér í betri svefni. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

  Leifur Wilberg

   

  Leifur byrjaði að stunda jóga reglulega fyrir 10 árum. Sumarið 2016 fann hann þörfina fyrir að dýpka skilning sinn og iðkun enn frekar og kláraði 200 tíma jógakennaranám við Indian Yoga and Meditation Association í Rishikesh á Indlandi. Þar lagði Leifur stund á asthanga, vinyasa, hatha, iyengar, pranayama og hugleiðslu.

  Einnig tók hann 10 daga vipassana hugleiðslunámskeið í Nepal og finnst gaman að tvinna þá tækni inn í jógakennsluna. Leifur hefur sótt ýmis námskeið, nú síðast hjá Julie Martin þar sem áherslan var á kennslu fyrir byrjendur í jóga.