Frá því Sólir opnuðu fyrir rúmum 2 árum höfum við boðið upp á sérstaka viðburði á fullu tungli 🌑 Hér má sjá lista af því sem hefur verið og það sem er framundan hjá okkur!

Næsti Full Moon Viðburður

Laugardaginn 4. Nóvember || Chakra Jóga || Ofurmáni

 

L I Ð N I R V I Ð B U R Ð I R

Fimmtudaginn 5. Oktober || Yoga Nidra og Gong

 

NIDRA – UNNUR

Er algjörlega áreynslulaus liggjandi slökun og leidd hugleiðsla sem krefst engrar sérþekkingar eða reynslu. Það er ekki síst af þessum sökum sem Jóga Nidra hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á undanförnum árum. Þetta er kjörin aðferð sem allir ættu að geta nýtt sér til að losa um þá streitu og spennu sem fylgir hraða og annríki nútímans. Það eina sem þú þarft að gera er að láta fara vel um þig og hlusta á leiðsögn Unnar Valdísar en hún mun leiða tímann frá upphafi til enda.

GONG – SÓLVEIG

Fyrir lok tímans mun Sólveig spila á gong og þú getur notið þess að sökkva í djúpa slökun og farið í ferðalag út í víddirnar og inn í þinn kjarna. Hljóðin sem gongið framkallar eru þau sömu og heyrast í útgeimi, þau eru hljóð sköpunar. Þau hjálpa þér að hreinsa undirvitundina og styrkja taugakerfið og leiða þig í djúpa og nærandi slökun (texti birtur með góðfúslegu leyfi Ljósheima).

Komið og njótið með okkur á fallegu mánudagskvöldi 🙂
Tíminn hentar öllum, byrjendum sem og lengra komnum!

Skráning fer fram á vefsíðu Sóla, http://www.solir.is/
2.900 fyrir alla, meðlimi og drop-ins.

 

 DJ Dristhi || 8 September

Að þessu sinni mun fáum við til okkar ameríska jógakennarann Emily Kasman til að leiða hlýjan vinyasa yoga tíma með dyggri aðstoð hollenska plötuþeytarans DJ Drishti. VIð elskum að gera jóga alla daga en fullu tunglin eru í sérlegu uppáhaldi hjá okkur þar sem við gjörnýtum kyngimagnaða kraftana og töfrana sem losna úr læðingi á þessum tíma 🙂

Þið sem þekkið okkur vitið að það verða black lights og diskó ljós og það var UPPSELT síðast þegar við hýstum DJ Dristhi og Emily Kasman á hádegisdjammi í fyrra sumar!

Geggjuð leið til að loka fyrstu viku haustsins og leggja línurnar fyrir kvöldið & helgina

Skráning á vefsíðu Sóla www.solir.is undir stundaskrá
Verð: 2.900 kr fyrir alla – drop in´s og meðlimi

FULL MOON SEPTEMBER
This months Full Moon was called the Full Corn Moon or Harvest Moon by the early North American Farmers. The term „Harvest Moon” refers to the Full Moon that occurs closest to the Autumnal Equinox.

Viðburður á Facebook/event on Facebook

8 JÚNÍ: JARÐABERJAMÁNI

„María Dalberg Sólargyðja ætlar að leiða vinyasa tíma ásamt tónlistarkonunum Kristínu Þóru Haraldsdóttur víólu- og gítarleikara og Hafdísi Bjarnadóttur gítarleikara á fullu tungli þann 8. júní næstkomandi kl 20:00 – 21:30. Skráning fer fram í Sólir jóga- og heilsusetri. Verð kr 2.900 fyrir bæði meðlimi og drop in.

Að þessu sinni er jarðaberjamáni sem þýddi að menn vissu þá að berin væru orðin fullþroskuð og tilbúin til uppskeru.

Í þessum tíma verður fókusinn settur á að hylla sólina og taka á móti og opna fyrir birtunni og nýjum möguleikum. Leyfum okkur að opna hjartað og blómstra á þessum magnaða árstíma þar sem sólin er hæðst á lofti undir dásamlegri strengjatónlist, heilandi möntrusöng og í lok tímans verður tónheilun þar sem spilað verður á söngskálar í slökuninni „

 

11. APRIL :: HREYFIFLÆÐI & DRUMS

„HREYFIFLÆÐI / ANIMAL FLOW MEÐ FRUMSKÓGARFÝLING
Fullt tungl apríls nefnist Pink Moon. Það er einnig þekkt sem Sprouting Grass Moon, Egg Moon, og Fish Moon. Þetta fulla tungl kallar á vorið og því tilvalið að sleppa tökunum og leyfa innra dýrinu í okkur taka þátt í þessari köllun. Tíminn verður í takt við það, 90 mínútna GMB hreyfiflæði / Animal flow sem Már Þórarinsson mun leiða. Á meðan mun Cheick Ahmed spila á trommur og mynda einstakann frumskógarfýling“

11 MARS :: VORMÁNI

„Næsta fulla tungl er oft nefnt “Spring Moon/Vormáni” eða “Worm Moon/Ormamáni” með vísan til þess að jörðin byrjar að þiðna þó okkur finnist það heldur fjarri lagi hér á Íslandi 🙂 en hér mörkum við upphafið að grósku og þeirri rækt sem framundan er í náttúrunni og lífinu öllu.

BJARGEY AÐALSTEINSDÓTTIR, M.A., JKFÍ R-500
Við höfum þann heiður að fá Bjargeyju frá London til okkar í Sólir þann 11.mars. Bjargey hefur kennt Yoga og Body Balance víða um heim undanfarin 20 ár. Í þessum tíma mun hún blanda sama Vinyasa og Kundalini með áherslu á Chakra-Orkustöðvarnar. Áhersla er á sterka miðju og sveigjanleika. Skapandi, líflegur og krefjandi tími sem mun efla innri kraft og tilgang“

11: JANÚAR: WOLF MOON

„Fyrsta fulla tungl ársins kallast e. Hunger Moon eða e. Wolf Moon en sagan segir að undir þessu tungli hafi úlfar ráfað um sléttur í leit af æti ýlfrandi hungraðir og því er þetta fullkomin tími til að setja sér ásteninig fyrir 2017… Hvað hungrar þig í ?!? VIð ætlum því að nota tækifærið og hafa FULL MOON viðburð Sóla að þessu sinni með Jóga Nidra djúpslökun og Gong tónheilun til þess að tengja þig betur við þína innstu vitund og hjálpa þér við að sjá nýja árið í skýru ljósi.

Þetta er endurnærandi viðburður þar sem hægt verður að hlaða batteríin. Unnur Valdís og Sólveig munu enn og aftur sameina ástríður sínar og leiða sameignlegan tíma. Þetta verður kjörin leið til þess að draga úr auknu álagi og streitu sem fylgir amstri samtímans.“

14 Desember:: Fit, Fly, Flow!

Með lækkandi sól og meðfylgjandi vetri er alveg tilvalið að kíkja í vinyasa jóga tíma til þess að losa aðeins um álagið sem að fylgir jólaönnunum. 90 mínútna hlýr jógatími sem að er krefjandi og fjörugur á sama tíma. Tímanum er svo lokað með afslappandi teygjum og slökun þar sem að Ragnar Árni leiðir okkur inn í dásamlegt ferðalag inn á við með aðstoð hljóðfæra og söngs.

14. November : OFURMANI

Fulla tunglið sem að heiðrar okkur í nóvember er kallað ofurmáni. Það er vegna þess að þetta tungl er eins nálægt jörðinni og það getur verið. Svona tungl hefur ekki sést síðan árið 1948 og það mun ekki sýna sig aftur fyrr en árið 2034. Orkan sem að tunglið gefur frá sér á þessu kvöldi er rosaleg og því er kjörið að nýta sér orkuna í að koma í heilnæman jógatíma og setja sér ásetning fyrir komandi vetur.

DORI LEVITT BALDVINSSON
Að þessu sinni ætlar Dori Levitt Baldvinsson að leiða tímann. Hún ætlar að kynna fyrir okkur samblöndu af jóga, dansi og hugleiðslu sem að hún kallar DevaRythm. Dori fæddist í Bandaríkjunum og hefur tileinkað lífi sínu dansi og hreyfingu. Í gegnum ævina hefur hún komið fram í sjónvarpi, leikhúsum og tónlistarvideoum víða um heim.
Tíminn verður endurnærandi og fjölbreytt ferðalag. Tími sem að hentar öllum, byrjendum sem og lengra komnum. Komdu og njóttu með okkur !
DANS. YOGA. HUGLEIÐSLA