Með því að sameina hjólaþjálfun og jóga náum við heildrænni nálgun. Við aukum þrek, byggjum upp styrk, aukum liðleika og minnkum streitu. Okkar markmið er að hver og einn nái sínum markmiðum!

Þrjár mismunandi leiðir.

1 Hjóga kort, allir opnir hjóla og jógatímar 12.900 kr. á mánuði
2 Lokað hjólanámskeið + allir opnir jógatímar 20.800 kr. á mánuði
3 Lokað hjólanámskeið 17.450 kr. á mánuði

 

Nánar:

  1. Viðskiptavinur á kort í alla opna hjóla- og  jógatíma skv stundaskrá en er ekki á lokuðu hjólanámskeiði. Þú kemur bara og ferð eins og þér hentar og ekkert sérstakt aðhald. Opna hjólatíma skv tölfu má sjá hér  http://solir.is/hjolastundaskra/.
    Þessi  leið sem hentar sérstaklega þeim sem eru meira í jóganum en langar að geta hjólað með inná milli. Einnig er þetta fullkomið fyrir þá sem vilja kombóæfingar t.d 25 mín hjól + jóga beint á eftir.
  2. Viðskiptavinur mætir á lokað hjólanámskeið og hef jafnframt aðgang að öllum opnum jógatímum. Jógað er nánast skylda fyrir þá sem vilja ná langt á hjólinu eða hafa core og bakið 100% . Við hjólaþjálfarar mælum með power jóga 1x í viku fyrir core og upper body styrk og Yin yoga 1x í viku til að fá liðleika og flýta fyrir endurheimt.
  3. Viðskiptavinur kaupir sig inná hjólanámskeið eingöngu og nýtir ekki aðra tíma í Sólum. Þetta er hentugt fyrir þá sem sjá ekki fyrir sér að geta mætt í neitt annað en markvissa hjólaþjálfun.

Skráningar fara fram á  karenaxels@gmail.com eða beggo@solir.is

 Einnig hægt að koma við  í Sólum eða hringja í s. 571 4444

Lokuð hjólanámskeið :

  • Munurinn á að vera í opnum hjólatímum og á lokuðu hjólanámskeiði er sú að hjólanámskeiðið byggir sitt prógram upp sem heilsársþjálfun og þar er aðhald, eftirfylgni mun meiri. Einnig hefurðu aðgang að lokaðri facebókar síðu hópsins þar sem ýmist fræðsla og aukaæfingar eru auglýstar. Það er miklu betra fyrir fólk sem er með skýr hjólamarkmið t.d Wowið, Bláa lónið eða á leið í hjólaferð að vera í lokaða hópnum.
  • Þú velur á hvaða tíma þú vilt vera, morgun kl 6.20. hádegi kl 11.55 eða kvöld kl 18.20
  • Þú þarft ekki að skrá þig kvöldið áður heldur átt þitt slott og getur gegnið að því sem vísu. Flestum finnst mjög gott að geta víxlað í milli tíma td koma stundum á morgnanna og stundum á kvöldin. Það er sjálfsagt svo lengi sem það eru laus hjól 5 mínútum áður en tíminn hefst. Reynslan sýnir að það gengur alltaf upp, það eru alltaf einhverjir sem mæta ekki og alltaf einhverjir sem eru einnig að víxla á milli tíma.

Er fólk að skuldbinda sig út tímabilið eða getur það keypt einn og einn mánuð?

Binditími fyrir almenn kort er einungis 2 mánuðir. Lokuðu hjólanámskeið eru auglýst sérstaklega hverju sinni og námskeiðið er oftast 8 vikur. Einungis er hægt að kaupa sig inná heilt námskeið í senn.

Byrjendanámskeið, er það ekki lokað námskeið og þú kaupir þig inná á það sérstaklega?

Jú það er lokað og þú kaupir þig inná það sérstaklega.