Í þessum tímum er lögð áhersla á að byggja upp styrk og auka hreyfigetu líkamans. Til þess að ná því fram er fylgt aðferðafræði GMB sem er markmiðatengd þjálfun. Grunnhugsun GMB er þjálfun likamans fyrir þær hreyfingar sem þig langar til að geta gert á þínum forsendum. Hreyfingarnar (flæði) auka styrk, jafnvægi og liðleika. Æfingar GMB eru eins og áður segir markmiðatengdar þar sem megin markmiðið er að stuðla að betri líðan og heilsu.
Meðal annars verður unnið markvisst að því að byggja upp handstöðu nemenda á sterkum grunni en getustig skiptir engu máli þar sem þessir tíma henta öllum, byrjendum sem lengra komnum. Í byrjun verður unnið án áhalda en með helstu vöðva líkamanns með frábærum hreyfingum sem koma flestum á óvart. Síðar munu hringir og tvíslár bætast við.

Í stuttu máli er tímanum skipt í um það bil 4 hluta:

  1. Upphitun í 10 – 15 mínútur þar sem við munum fá hita í helstu vöðva og liðamót
  2. Flæði sem mun auka hreyfanleika og styrk, þetta flæði er oft nefnt dýraflæði, e. Animal Flow þar sem unnið er með hreyfingar björnsins, frosksins, apans og fleiri skemmtilegra dýra
  3. Farið yfir tækni við að koma sér í og úr handstöðu
  4. Endað verður á að byggja upp styrk og jafnvægi fyrir handstöðu og teygt í lokin bæði með hreyfi- og stöðuteygjum

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 60 mín

Hentar vel fyrir:

  • Alla
  • Þá sem vilja auka hreyfigetu og styrk
  • Þá sem vilja auka grunnstyrk og færni líkamans m.a. fyrir handstöðuæfingar

Hitastig:

  • Hefðbundið

Bóka tíma