Heitur 60 eða 75 mínútna jógatími. Hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur en einnig fyrir lengra komna þar sem alltaf má stýra erfiðleikastigi æfingana. Þessi tími er hentugur til að byrja á að prófa vinyasa-flæði eða sólarhyllingar þar sem kennarinn leiðir nemendur skref fyrir skref í gegnum æfingarnar.

Töfrar tímans felast í því að allir æfa sömu stöðurnar, hvar sem þeir eru staddir í sinni jógaástundun, og hver og einn nýtur sama ávinningsins. Farið er í helstu stöður Hatha-jóga og er rútínan eins í fyrrihluta hvers tíma með mismunandi áherslum í seinnihlutanum.

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 60 mín
  • 75 mín
  • 90 mín

Hentar vel fyrir:

  • Byrjendur

Hitastig:

  • 38 gráður
  • 40% raki

Bóka tíma