Í þessum tímum er Absolute-serían kennd, en hún er kennd við Absolute Yoga Academy skólann sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims.

Í seríunni eru 50 fremur hefðbundnar Hatha-jógastöður sem nánast allar eru framkvæmdar í kyrrstöðu og því hentar þessi sería sérstaklega vel fyrir byrjendur. Serían er í heild sinni gríðarlega vel uppbyggð og þaulhugsuð í uppröðun.

Hún er einstaklega heilandi þar sem unnið er á víxl með jafnvægi og stöðugleika, styrk, teygjur og slökun með virkri öndun allan tímann. Kennari lýsir stöðunum á ítarlegan hátt og sýnir einnig hvernig þær eru framkvæmdar.

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 60 mín
  • 75 mín
  • 90 mín

Hentar vel fyrir:

  • Byrjendur
  • Fólk með skertan liðleika og styrkleika
  • Þá sem eru að vinna sig upp úr veikindum eða meiðslum

Hitastig:

  • 38 gráður
  • 40% raki

Bóka tíma