Í þessum tímum er Absolute-serían höfð að grundvelli, en hún er kennd við Absolute Yoga Academy skólann sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims.

Í þeirri seríu eru 50 fremur hefðbundnar Hatha-jógastöður sem nánast allar eru framkvæmdar í kyrrstöðu en hér er stöðunum haldið lengur og serían brotin upp með krefjandi útfærslum á stöðunum sem og öðrum stöðum, meðal annars úr Ashtanga jóga. Flæðið er aukið og töluverð keyrsla frá upphafi til enda. Stundum er unnið með ákveðin þemu svo sem mjaðmaopnanir eða öfugar stöður

Absolute serían er í heild sinni gríðarlega vel uppbyggð og þaulhugsuð í uppröðun. Hún er einstaklega heilandi þar sem unnið er á víxl með jafnvægi og stöðugleika, styrk, teygjur og slökun með virkri öndun allan tímann.

Mælt er með að jógaiðkendur hafi verið í jóga áður en farið er í Heitt jóga II.

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 60 mín
  • 75 mín
  • 90 mín

Hentar vel fyrir:

  • Lengra komna
  • Þá sem vilja krefjandi tíma

Hitastig:

  • 38 gráður
  • 40% raki

Bóka tíma