Hjólaæfingar 5. maí – 23. júní   

Takmarkaður fjöldi!

 

Það eru spennandi tímar framundan í Sólum því næsta haust breytist jógastöðin í jóga- og hjólastúdíó með bestu fáanlegum hjólum (IC8).  Í sumar munu Karen Axelsdóttir, Ágústa Edda hjólakona og þjálfarateymi Extramile taka höndum saman og bjóða upp á hjólaæfingar utandyra frá 5. maí – 23. júní.

 

  • Æfingarnar henta öllum sem vilja komast í gott hjólaform og bæta tæknina, hvort sem markmiðið er að komast í hjólaferð, taka þátt í hjólaviðburðum hér heima eða erlendis, vinna mót eða löngun til að njóta.
  • Mjög fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.
  • Æfingarnar fara fram á afmörkuðu svæði og eru alltaf mislangar og erfiðleikastig eftir bakgrunni fólks. Styttra komnir fá styttri æfingasett og mikla leiðsögn um tækni, á meðan reynsluboltar taka á því, æfa taktík, árásir o.fl.
  • Allir fá gott aðhald og boðið er upp á stöðumat tvisvar á æfingatímabilinu.
  • Þjálfarar miðla stöðugt af sinni reynslu.
  • Augýst er á FB hópi um æfinguna, hvar þú finnur okkur hverju sinni.
  • Regluleg fræðsla um WOW og aðra hjólaviðburði.
  • Aukaæfingar með þjálfara fyrir keppnisfólk, WOW og fyrir ákveðnar fjallahjólakeppnir.

Hvar og hvenær

Kíktu á stundaskrána. Við hittumst fjórum sinnum í viku á mismunandi stöðum í borginni til að hafa sem mesta fjölbreytni í æfingum og leiðum.

Brekkufókus á mánudögum frá N1 Fossvogi:  Annað hvort er unnið í Perlubrekkunni eða inni í Elliðaárdal. Í Perlubrekkunni er hægt að velja um styttri og lengri útgáfu af brekkunni sem eru 820 m eða 1160 m. Rafstöðvarbrekkan er rúmlega 1 km frá Toppstöðinni. Fjöldi endurtekninga miðast við bakgrunn og markmið einstaklinga.

Morgunæfing á miðvikudögum frá Sólum eða N1. Fjölbreyttar tækniæfingar og styttri keyrslur á afmörkuðu svæði. Kaffi og sturtuaðstaða í Sólum.

Klettagarðahringir á fimmtudögum frá Peleton Klettagörðum 23: Æft verður í 4-5 mismunandi hópum á 2 km svæði, þannig að allir finna eitthvað við hæfi. Mjög auðvelt er að færa sig milli hópa eftir því hvort planið er að taka massívt á því eða taka auðveldara rúll. Frábær æfing til að æfa draft og hópvinnu.

Laugardagsæfingar. Byrjum gjarnan daginn á kaffi í Sólum kl 08.00. Rúllum svo á 26-28 km hraða út á Álftanes eða upp í Krýsuvík þar sem við hittum aðra sem kjósa styttri æfingu kl 09.00.

Álftaneshringir: Vegalengdin fyrir hringinn sem við tökum er 5.6 km eða 3.3 km fyrir styttra komna.

Krýsuvíkurkeyrslur: Það jafnast ekkert á við Krýsuvíkuræfingar. Vegalengdir fyrir keyrslur eru 4.5 km fyrir styttra komna (hringtorg að afleggjara), 9 km hringtorg að malarkafla, 18 km fram og til baka. Vegalengdir eru alltaf mismunandi eftir bakgrunni og markmiðum fólks. Algjör skylda fyrir WOW fólk.

 

Um Okkur

 

Karen Axelsdóttir

Þjálfari er margfaldur methafi og ein reyndasta og sigursælasta hjólreiðakona íslands.

Karen Axelsdóttir er ein sigursælasta þríþrautakona og hjólreiðakona sem Ísland hefur átt og hampað fjölda titla bæði erlendis og hérlendis. Hún er núverandi Íslandsmethafi í ólympískri vegalend og Ironman sem hún fór á tímanum 9 klst .24 mín (hljóp maraþon á 3 klst .11 mín eftir 180 km hjól og 3,8 km sund) þannig hún er ýmsu vön þegar kemur að stuttum eða löngum vegalengdum. Hennar stærsti sigur var þó ekki endilega íþróttalegs eðlis en 2013 lenti hún í alvarlegu slysi og bjóst ekki við að stíga aftur á hjól eða reima á sig hlaupaskó. Hún hefur náð ótrúlegum bata eftir 4 ára baráttu og var í sigurliði kvenna í WOW cyclothon 2017. Menntun.  Viðskiptafræðingur frá HÍ og Msc í starfsmannstjórnun frá London School of Economics. Einkaþjálfunarpróf frá ACE og þríþrautarréttindi frá British Triahthlon Association. Hef þjálfað frá 2005.

Ágústa Edda Björnsdóttir

Ágústa er ein sigursælasta hjólreiðakona á Íslandi árin 2016 og 2017.  Á síðasta ári keppti hún með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og var um haustið valin hjólreiðakona ársins. Ágústa er mikill reynslubolti þegar kemur að æfingum og þjálfun en hún var  í handboltalandsliðinu í 13 ár frá árunum 1997-2010. Hún var valin handboltakona ársins árið 2006 og hefur þjálfað unga sem aldna undanfarin ár.

 

 

 

Nánar um æfingarnar: Við auglýsum á FB nánar um æfingar hverju sinni. Mundu að þetta er skemmtun og það fá allir verkefni við hæfi.

Skráning:  Sendið tölvupóst á solir@solir.is, hringið eða komið við í Sólum, Fiskislóð 53-55, Granda, s. 571 4444. Gengið er frá greiðslu/símgreiðslu við skráningu. Við verðum svo í sambandi og þetta verður geggjað ☺

Verð kr. 24.900 fyrir 7 vikur.  Stakur tími kr. 2.900.