• Hjólaferð til Spánar með hjólateymi Sóla!

  Hjólaferð til Spánar með hjólateymi Sóla!

  1. ágúst, 2018

  Sólir halda áfram að skipuleggja draumaferðina þína og við bjóðum þig hjartanlega velkomin/n með

   

  Hjólaferð til Altea í haust  27. sept – 5. Okt. 

  Við hjólateymið höfum ákveðið að lækna þessa bleytuþreytu sem hrjáir mannskapinn. Ágústa og Karen eru búnar að setja saman ferð til Spánar þar sem kostnaður er í algjöru lágmarki svo sem flestir komist með. Dagskráin verður pökkuð af fallegum  hjólaleiðum, sjósundi, hlaupum og jóga þannig allir finna eitthvað við hæfi.  Hjólaleiðirnar verða 50-120 km og stoppað í tapas á lengri leiðum.  Seinni partinn verður boðið uppá  jóga og djúpteygjur  við sundlaugina.

  Það verða alltaf amk tveir hjólahópar, líklega þrír.  Leiðin verður birt á Strava hverju sinni þannig enginn  mun villast. Þjálfari þarf alltaf að vera með hópnum og getur ekki fylgt 1-2 sem ekki halda í hóp þannig ef hjólari á erfitt með að halda hópinn er mikilvægt að viðkomandi sé tilbúin að vera sjálfstæð/ur og hitti okkur bara í lunch eða á leiðarenda hverju. Makar og vinir hjartanlega velkomin með.

   

  *27. sept – 5. okt

  *Hótel Cap Negret (https://en.hotelcapnegret.es/)

  *Hálft fæði

  *Nútímalegt hótel alveg við strönd. Góður sundlaugagarður.

  *Vatn/vín með matnum

  *Læstar geymslur fyrir hjól

  *Aðstaða til að þrífa/gera við hjól

  *Aðgangur að þvottavél og þurrkara

  *Ókeypis aðgangur að líkamsrækt (sérstaklega hugsuð fyrir hjólara=

  *Ókeypis wifi

  *Innifalið: 23 kg taska og 10 kg handfarangur

  *Ekki innifalið: Rútuferðir til og frá flugvelli eða hjólatöskur í flugi

  *Altea er skemmtilegur bær með fjölda verslana og veitingastaða. Gamli bærinn er sérstaklega sjarmerandi og skemmtilegur

  *Strönd stutt frá þar sem hægt er að fara í sjósund og stand up paddle board

   

  Bókanir fara fram í gegnum Ágústu email: agusta.edda@gmail.com 

  Við sendum þetta fyrst á lokaða hópinn okkur í 1 viku áður en við auglýsum almennt.

  Verð kr. 159.000

  Þetta verður geggjað, fyrstur kemur fyrstur fær 😊

  Kíktu á facebook eventinn okkar hér