Í þessum tímum verður áherslan lögð á jógaæfingar sem henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Eins og heitið segir til um lögð megin áhersla á rétta líkamsbeitingu. Tímarnir verða kenndir í hlýjum sal með fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Aðaláherslan er lögð á að læra á eigin líkama og hvernig skuli nota hann samkvæmt hans eigin tækifærum og takmörkunum. Athyglinni er einnig beint inn á við þar sem tenging hugans við líkamann er höfð að leiðarljósi. Í æfingunum er sett vitund á öndverðar hliðar líkamans þ.e. bæði á þá vöðvahópa sem er verið að virkja og þeim sem er teygt á. 

Kennarinn nýtir grunn sinn úr bardagalistum, fimleikum og hreyfiflæði til þess að styrkja og bæta líkamann. Hann leggur megin áherslu á að kenna rétta líkamsbeitingu og styrkja líkamann á þann hátt að það nýtist í öllum íþróttum og daglegu lífi.

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 60 mín

Hentar vel fyrir:

  • Alla

Hitastig:

  • Hlýtt

Bóka tíma