Skíða- og jógaferð til Austurríkis

Kitzbuhel 25. febrúar – 4. mars 2018

 

Kæru Sólarjógar!

Nú geta þeir sem hafa ástríðu fyrir skíðum og jóga sameinað þetta tvennt! Við kynnum með ánægju fyrstu Skíða- og jógaferð Sóla, í samstarfi við GB Ferðir, til Kitzbühel í Austurríki dagana 25. febrúar til 4. mars 2018.

Kitzbühel er ein af skíðaparadísum austurrísku Alpanna sem vart þarf að kynna. Dvalið verður á Kempinski Hotel Das Tirol; glæsilegu 5 stjörnu skíðahóteli sem er rómað fyrir fyrsta flokks aðbúnað, mat og þjónustu og frábæra heilsulind með inni- og útisundlaug, ásamt heitum pottum.

Hótelið státar af flottum „lounge“ og notalegu kaffihúsi, leikherbergi f. börn, skíðaverslun af bestu gerð, skíðaleigu og góðri geymslu fyrir allan skíðaútbúnaðinn. Þá er einn virtasti skíðaskóli Tirol þar einnig til húsa. Rúsínan í pylsuendanum: Í lok dags er hótelgestum alltaf boðið upp á ókeypis hressandi veitingar, après-ski!

SÓLVEIG ÞÓRARINSDÓTTIR, jógakennari og eigandi Sóla, er fararstjóri í ferðinni og mun hún leiða jógatíma í hlýjum sal alla daga.

Hatha/Yin Yoga

Alpa-jóga með Sólveigu

Boðið verður bæði upp á hatha og yin jóga, sem hvort tveggja er aðgengilegt fyrir alla, bæði byrjendur og vana. Jógatímarnir verða í hlýjum sal við arineld, 40-60 mín í senn, og ýmist í byrjun eða loks dags.

Morguntímarnir verða kröftugir og frábær upphitun fyrir þá sem ætla að renna sér í fjöllunum. Jógatímarnir seinnipart dags verða í anda yin, þar sem áherslan verður á djúpar og slakandi teygjur.

VERÐ

Verð frá kr.

kr. 209.000,-

á mann í tvíbýli

DAGSETNINGAR

25 FEB TIL 04 MAR
kr. 209.000 – Sérferð Sólir Yoga

FLUGÁÆTLUN

FI 532    KEFMUC 0720 1205
FI 533    MUCKEF 1305 1600

INNIFALIÐ

Flug með Icelandair til München, flugvallarskattar og aukagjöld, gisting á Kempinski Hotel Das Tirol með morgunverði, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins. Boðið verður uppá bæði hlýtt hatha jóga og hlýtt yin jóga sem hvoru tveggja er aðgengilegt fyrir alla – byrjendur og vana. Það verða tímar ýmist fyrir og eftir skíðadaginn í hlýjum sal við arineld. það er takmarkaður fjöldi sem kemst í salinn. Sólveig mun leiða þessa tíma sem eru 40-60mín en morguntímarnir verða kröftugir og upphitun fyrir þá sem skíða, seinnipartstímarnir verða undir áhrifum yin þar sem áhersla verður á djúpar og slakandi teygjur

*ath. City tax bætist við reikninginn og er 1,80 EUR per night and guest.

Hálft fæði:
Halft fæði er 45 EUR á mann á dag.  Það er einungis hægt að bóka alla dagana eða ekki.

Reglur um börn:
0-5 ára gista frítt með fullorðnum og eru í fríu fæði
6-11 ára 50 EUR fyrir aukarúm og 22,50 EUR fyrir hálft fæði
12 ára og eldri 100 EUR fyrir aukarúm og 45 EUR fyrir hálft fæði
Maximum Occupancy 2 Adult(s) 1 Child(ren)

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Evrópa 3.760 per. fluglegg
USA kr. 5.700 per. fluglegg

Nánar – þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.
Lyftupassar eru seldir á hótelinu:

6 dagar
fullorðnir 248 EUR
Börn (fædd 2009-2000) 124 EUR
Unglingar (1999-1997) 186 EUR

5 dagar
fullorðnir 235 EUR
Börn (fædd 2009-2000) 117 EUR
Unglingar (1999-1997) 176 EUR

3 dagar
fullorðnir 142 EUR
Börn (fædd 2009-2000) 71 EUR
Unglingar (1999-1997) 106 EUR

SKILMÁLAR

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 10 vikum fyrir brottför.