• Jógaferð Sóla til Thailands, 2018 :: Skráning er hafin!

  Jógaferð Sóla til Thailands, 2018 :: Skráning er hafin!

  5. september, 2017

  Absolute Sanctuary – 10 dagar á Koh Samui


  Við hjá Sólum höfum mikla ástríðu fyrir jóga og heilbrigðu líferni og strax og við lögðum af stað að skapa þann jógavettvang sem Sólir eru þá vissum við að við vildum bjóða uppá einstakar jógaferðir sem væru til þess fallnar að endurnæra líkama og sál.

  Þriðja árið höldum við til Koh Samui í Thailandi þar sem að nokkrir af kennurum Sóla öðluðust sín kennsluréttindi. Þeirra á meðal er Sólveig Þórarinsdóttir sem einnig verður fararstjóri í þessari ferð. Hún hefur farið reglulega til Koh Samui á Absolute Sanctuary undanfarin ár og hefur kolfallið fyrir staðnum.

  Við hjá Sólum og Kexlandi höfum undirbúið ferðina vandlega til að tryggja að hún skili ykkur hámarks árangri.  Í boði verður glæsileg dagskrá þar sem að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, góður og heilsusamlegur matur og síðast enn ekki síðst persónuleg farastjórn til að allir njóti sín og komi til baka endurnærðir og fullir af þakklæti og ást.

  Okkur er því sönn ánægja að fá að fylgja ykkur til Thailands og kynna ykkur fyrir þessu frábæra heilsu og detox hóteli sem býður upp á heimsklassa aðstæður til jógaiðkunnar.

  FARARSTJÓRAR

  Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari og eigandi Sóla hefur dvalið á Koh Samui regluega síðustu ár. Jóga, hreint matarræði og heilbrigður lífstíll er hennar ástríða og mun hún miðla þekkingu sinni og reynslu.

  María Ólöf er ein af sólargyðjunum. Hún er einnig með 200RYT kennsluréttindi í heitu Jóga (Hatha) frá Absolute Yoga Academy, er menntaður Fit Pilates kennari auk þess sem hún lauk nýverið 50RYT Yin Yoga kennaranám í Bretlandi og leggur nú stund á Lyengar jóganám.

  ATH: Smelltu á myndina til þess að lesa meira (Thailands-bæklingur á pdf-sniði).