• Jólagjafahugmyndir Sóla!

  Jólagjafahugmyndir Sóla!

  14. desember, 2017

  Hjartans jógar!

  Við erum á fullu að breyta og bæta stöðina og hlökkum ekkert smá til að kynna þær innan tíðar! Þeir sem eru að fylgja okkur á Instagram hafa fengið smá „sneak peak“ nú þegar um það sem koma skal en þeir sem eru ekki að fylgja okkur, endilega finnið okkur til þess að fá að vera með! Við erum að tala um nýjan sal, stærri búningsklefa, nuddaðstöðu, ísbað, heitt bað og fleira!! Og … með nýjum sal kemur auðvitað enn stærri og betri stundaskrá, ný námskeið og meira úrval af öllu mögulegu!

   

  En nú styttist í jólin og auðvitað er nóg að gera í  sólarstöðinni! Jóladagskráin okkar er ekki af verri endanum en þið getið fundi hana hér til hliðar og haft hana til hliðsjónar yfir hátíðina 🙂  Fullt af spennandi viðburðum framundan sem enginn má missa af! Þið getið einnig nálgast alla viðburðina okkar á Facebook síðunni okkar ef ykkur finnst betra að finna okkur þar.

  Talandi um jólin! Við eindregið með því að þið kíkið á úrvalið okkar til að setja í jólapakkann fyrir þinn jóga! Við erum með á boðstólum allskonar vörur fyrir jógann þinn og hægt er að skoða hvað er til undir „vörur“ hér í fellilistanum að ofan! Þið eruð meira en velkomin að kíkja til okkar í afgreiðsluna, heilsa upp á okkur  og skoða úrvalið þar.

  Okkur langar lika að benda á  vinsælu gjafakortin okkar sem geta sko alls ekki klikkað!! Með hverju gjafakorti fylgir síðan einn sprækur piparkökujógi líka 😉

  Að lokum langar okkur að vekja athygli á útgáfu nýrrar bókar Dr.Andreu Pennington fyrir alla þá sem þurfa smá innblástur inn í lífið sitt og inn í nýtt ár…..  en hún Sólveig okkar var meðhöfundur bókarinnar  og er hún að fá æðislegar móttökur <3  Bókina er hægt að nálgast í Sólum!