Alla föstudaga kl. 19 – 20 í vetur ætlar Tala Heather að leiða 60 mínútna karma jóga tíma hjá okkur í Sólum.

Þessi tími hentar öllum, byrjendum sem og lengra komnum og er kenndur á ensku.

Dásemdarleið til þess að fara inn í helgina, gera eitthvað gott fyrir sjálfa/n sig og aðra í leiðinni 🙂

Frítt inn fyrir alla (meðlimi og drop-in´s) tekið verður á móti frjálsum framlögum sem að öll renna óskipt til Fjölskylduhjálpar Íslands.