Kundalini-jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er mjög markvisst og kröftugt jógakerfi með eflandi jóga, öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Kundalini-jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðru jóga.

Með ástundun kundalini-jóga byggir þú upp styrk og orku, örvar innkirtlakerfið, taugakerfið og ónæmiskerfið þitt. Í kundalini-jóga er unnið að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi milli heilahvela, víkka út vitund okkar og koma jafnvægi á allar orkustöðvarnar.

Jóga – sem þýðir sameining – hjálpar okkur að vera í núinu og gefur okkur jafnvægi jafnt að innan sem utan. Verum vakandi í eigin lífi ! Lífið er núna!

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 60 mín

Hentar vel fyrir:

  • Alla

Hitastig:

  • Hefðbundið

Bóka tíma