Ef þig langar að hafa þjálfunina enn persónulegri, fylgja ákveðnu æfingaplani nokkrar vikur í senn og fá reglulegt stöðumat þá er þetta fyrir þig. 

Æfingahópurinn hefur svo sannarlega slegið í gegn og í fyrra var uppselt frá október og út allan veturinn.


Æfingahópur

Mánudaga / Miðvikudaga / Föstudaga
6:20-7:20
11:55-12:45
18.30-19.25 (æfingin er 5 mín styttri til að fólk geti jafnframt stundað jóga beint á eftir)

Laugardaga
9:30-11:00

Í æfingahópnum er bæði afrekshjólreiðafólk og fólk sem er nýbyrjað að hjóla en vill bæta tækni og hjólaform – og svo allt þar á milli. Notast er við púlsmæla og innbyggða powermæla í hjólunum til að byggja upp æfingar og gera þær markvissar og skemmtilegar. Fegurðin við inniæfingar á wattahjólum er að þar getur fólk af öllum getustigum æft saman og fengið jafnkrefjandi æfingu. Markmiðið er að komast í sitt besta hjólaform, hvort sem ætlunin er að taka þátt í hjólreiðaviðburðum eða keppnum næsta vor/sumar eða efla heilsuna.
Uppbygging æfinga er þannig að þær hefjast á 10-20 mín upphitun, hraðaaukningum og tækniæfingum. Þá taka við 30-40 mín æfingasett sem innihalda ýmist stuttar (allt frá 10 sek) eða lengri (allt upp í 20 mín, en yfirleitt frá 1-5 mín) keyrslur. Í lokin er 5-10 mín niðurhjól (cooldown).
Á æfingum munu þjálfarar miðla af reynslu sinni varðandi ýmislegt er tengist hjólreiðum, svo sem næringu, endurheimt og tæknileg atriði.
Á laugardögum er 90 mín æfing með lengri keyrslum. Við mælum með að hjólarar skelli sér beint í hot jóga eftir æfingu! .
Tekið er stöðumat (test) í upphafi, miðju og lok námskeiðs til að fylgjast með framförum.

Í æfingahóp er þjálfunin hugsuð sem heilsársþjálfun og námskeiðin verða  haldin í allan vetur. Hægt er að detta inn og út eftir þörfum en við mælum með  að byggja sig samfellt upp skv prógraminu. Á haustin er áherslan meiri á tækniæfingar og þolæfingar á lægra álagi en með vetrinum eykst vægi af löngum settum og sprettum. Þarna  færð tækifæri til að læra hvernig fólk sem æfir hjólreiðar byggir upp æfingarnar sínar líkt og dettur inní sama prógram á þínu eigin álagi

Hefst 20. ágúst.

8 vikna námskeið fyrir karla og konur.
Skráning er hafin í Sólum og í s.  571 4444.
Verð fyrir korthafa Sóla: Kr 21.800  fyrir 8 vikur
Verð fyrir eingöngu hjólanámskeið: kr 34.900 fyrir 8 vikur  (ekki aðgangur í aðra tíma í Sólum en fullur aðgangur í útiæfingar, aukaæfingar  og viðburði hópsins auglýsta á FB).

Innifalið
Æfingar 3 x í viku (þú velur fastan tíma en getur skipt ef laust í aðra tíma).
Ótakmarkaður aðgangur að opnum jóga- og hjólatímum.
Köld böð.

Frá 20 ágúst – 1 október verða kvöldæfingar á mánudögum og miðvikudögum utandyra þegar veður og birta leyfir kl 18.00 – 19/19.30. Brottför frá Sólum. Það er háð veðri hverju sinni og verður birt á facebóksíðu hópsins á hverjum sunnudegi hvort við verðum úti eða innandyra þessi kvöld. Að því gefnu er mikilvægt að fólk eigi götuhjól eða cyclocross hjól til að taka þátt í þeim æfingum. Þeir sem eiga ekki hjól en eru skráðir í kvöldtíma geta nýtt sér morgun eða hádegistíma  innandyra í staðinn.

30-30 (30 hjól – 30 jóga)

Mánudaga / Miðvikudaga / Föstudaga
Kl. 9:30-10:30

 

Í tímunum verður tónlistin þægileg og á hæfilegum hljóðstyrk. Markmiðið er að efla þol, styrkja miðju líkamans (core), auka liðleika og bæta almenna heilsu.

Á mánudögum og föstudögum skiptast tímarnir í 30 mín hjólaæfingu og 30 mín jóga, kvið, teygjur og slökun. Á miðvikudögum leggjum við meiri áherslu á hjólreiðarnar og til að koma okkur í gírinn skellum við fallegu landslagsmyndbandi upp á stórskjáinn okkar og látum eins og við séum að hjóla í sól og sumri í Ölpunum og víðar… svínvirkar!

Byrjað er á upphitun á hjólinu og teknar stuttar þolæfingar áður en haldið er í jógasalinn í mýkjandi og styrkjandi æfingar. Þar er síðan endað á slökun og allir halda endurnærðir út í daginn!

Hefst 27. ágúst.

4 vikna námskeið (12 skipti)  fyrir karla og konur.
Skráning er hafin í Sólum og s.  571 4444.
Verð fyrir korthafa Sóla aðeins:  kr  10.900  fyrir 4 vikur
Verð fyrir 30 hjól -30 jóga eingöngu kr 17.450 kr. fyrir 4 vikur  (ekki aðgangur í aðra tíma).

Innifalið
Æfingar 3 x í viku.
Ótakmarkaður aðgangur að opnum jóga- og hjólatímum.
Köld böð.

Á æfingum munu þjálfarar miðla af reynslu sinni varðandi ýmislegt er tengist hjólreiðum, svo sem næringu, endurheimt og tæknileg atriði.

Á laugardögum er 90 mín æfing með lengri keyrslum (á laugardögum gildir fyrstur kemur fyrstur fær í skráningarkerfi). Við mælum með að hjólarar skelli sér beint í hot jóga eftir æfingu!

Skráning

Skráning fer fram í síma 571-4444 eða í afgreiðslu Sóla.