Markþjálfun er skilvirk og öflug leið til að laða fram það besta í fólki. Hún nýtist á hverjum þeim stað í lífinu þar sem skerpa þarf sýn og breytinga er þörf hvort sem það er tengt vinnu, áhugamálum, fjölskyldu eða einkalífi. Markþjálfun er samband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi. Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja eigin drauma og fá stuðning við að gera framtíðarsýn að veruleika.

Markþjálfinn vinnur að því:

Að marksækjandinn skoði sjálfan sig í samhengi við tilfinningar sínar.

Að marksækjandinn læri að hlusta á eigið innsæi, væntingar og drauma.

Að marksækjandinn efli með sér sjálfsaga og læri að setja sér mælanleg, eftirsóknarverð markmið.

Að marksækjandinn þrói með sér nýjar leiðir til að ná sem bestum árangri, hámarki sjálfan sig.

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 60 mín

Hentar vel fyrir:

  • Alla sem vilja ná auknum árangri í lífinu

Svona bókar þú tíma:

Sentu tölvupóst á netfangið

ashildurhlin@gmail.com