Hjólreiðar eru fyrir alla – fyrir alla aldurshópa hvort sem þú hefur stundað íþróttir áður eða ekki. Þeir sem eru með HJÓGA kort (hjóla- og jógaaðgang) hafa aðgang að öllum opnum hjólaæfingum og jógatímum.  Hjólreiðar eru frábærar samhliða jóga og sú sýn endurspeglast í stundaskrá Sóla. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hjá okkur finnurðu þá hjólatíma sem henta þér. Kynntu þér framboðið hér!

 

Grunnhjól

Þriðjudaga / Fimmtudaga
17:15-18:05

Ef þú ert nýliði í hjólreiðum eða hreinlega vilt geta stýrt álaginu betur þá er þetta tíminn  fyrir þig. Við tökum góða upphitun, æfingasettin eru viðráðanleg og lengri pásur en í öðrum tímum. Æfingarnar skiptast upp í upphitun, tæknikennslu, þolkeyrslur af ýmsu tagi og niðurhjól (cooldown). Markmiðið er að eftir 2 mánuði í grunntímum sé  viðkomandi tilbúinn  að færa sig yfir í meira krefjandi hjólaæfingar eða æfingahópinn sem stundar heilsársþjálfun.

 

GRUNNHJÓL  – MÆLAKENNSLA OG LÍKAMSBEITING

Fimmtudaga í september

17:15-18:05

Á fimmtudögum er farið  í  grunnatriði hjólreiða; hvernig á að stilla hjólið sjálft þannig að passi þér, líkamsstöðu og -beitingu á hjólinu o.fl. Þá er kennt á þau mælitæki sem hjólreiðafólk notar við æfingar sínar, þ.e. powermæli (innbyggt í hjólin), en með því að nota þessi mælitæki verða æfingarnar bæði markvissari og skemmtilegri. Síðustu 25 mínútur tímans fer fram hefðbundin æfing. Þetta er tíminn sem allir vilja hafa sem fyrsta tímann sinn ef þú kannt ekki á nýju IC8 hjólin eða ert nýliði í hjólreiðum.

 

House Mix

Mánudaga / Miðvikudaga
7:30-8:20

Þriðjudaga / Fimmtudaga
18:20-19:20

Laugardaga
8:15-9:15

House mix tímarnir eru bæði fyrir lengra komna og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á hjólaæfingum. Notast er VIÐ innbyggða powermæla í hjólunum til að byggja upp æfingar og gera þær markvissar og skemmtilegar. Æfingarnar eru byggðar upp á svipaðan hátt og hjá æfingahópnum en eru ögn minna krefjandi.
Markmiðið er að bæta þol og hjólaform – og auk þess að læra betur á þau tæki og tól sem notuð eru á hjólaæfingum (powermæli, fylgjast með púls o.s.frv.)

 

25 min Express

Mánudaga / Miðvikudaga / Föstudaga
11:25-11:50

Hugsað fyrir þá sem vilja stutta hádegisæfingu eða fyrir þá sem fara í jóga klukkan 12:00 og taka stutta þolæfingu á undan.
Tímarnir byrja á stuttri upphitun áður en teknar eru snarpar og nokkuð krefjandi þolkeyrslur. Endað er á stuttu niðurhjóli (cooldown) og síðan halda hjólarar lúnir og sælir í jógatíma þar sem þeir fá góðar styrktar- og liðleikaæfingar.

 

45 min Express

Þriðjudaga / Fimmtudaga
12:00-12:45

Æfingar fyrir þá sem vilja nýta hádegið í snarpa og góða æfingu. Markmiðið er að bæta þol og hjólaform – og auk þess að læra betur á þau tæki og tól sem notuð eru á hjólaæfingum (powermæli, fylgjast með púls o.s.frv.).
Tímarnir byrja á stuttri upphitun áður en teknar eru þolkeyrslur. Endað er á stuttu niðurhjóli (cooldown).