Hjólreiðar eru fyrir alla – fyrir alla aldurshópa hvort sem þú hefur stundað íþróttir áður eða ekki. Þeir sem eru með HJÓGA kort (hjóla- og jógaaðgang) hafa aðgang að öllum opnum hjólaæfingum og jógatímum.  Hjólreiðar eru frábærar samhliða jóga og sú sýn endurspeglast í stundaskrá Sóla. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hjá okkur finnurðu þá hjólatíma sem henta þér. Kynntu þér framboðið hér!

 

House Mix

Mánudaga / Miðvikudaga
7:30-8:20

Þriðjudaga / Fimmtudaga
18:20-19:20

Laugardaga
8:15-9:15

House mix tímarnir eru bæði fyrir lengra komna og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á hjólaæfingum. Notast er VIÐ innbyggða powermæla í hjólunum til að byggja upp æfingar og gera þær markvissar og skemmtilegar. Æfingarnar eru byggðar upp á svipaðan hátt og hjá æfingahópnum en eru ögn minna krefjandi.
Markmiðið er að bæta þol og hjólaform – og auk þess að læra betur á þau tæki og tól sem notuð eru á hjólaæfingum (powermæli, fylgjast með púls o.s.frv.)

 

25 min Express

Mánudaga / Miðvikudaga / Föstudaga
11:25-11:50

Hugsað fyrir þá sem vilja stutta hádegisæfingu eða fyrir þá sem fara í jóga klukkan 12:00 og taka stutta þolæfingu á undan.
Tímarnir byrja á stuttri upphitun áður en teknar eru snarpar og nokkuð krefjandi þolkeyrslur. Endað er á stuttu niðurhjóli (cooldown) og síðan halda hjólarar lúnir og sælir í jógatíma þar sem þeir fá góðar styrktar- og liðleikaæfingar.

 

45 min Express

Þriðjudaga / Fimmtudaga
12:00-12:45

Æfingar fyrir þá sem vilja nýta hádegið í snarpa og góða æfingu. Markmiðið er að bæta þol og hjólaform – og auk þess að læra betur á þau tæki og tól sem notuð eru á hjólaæfingum (powermæli, fylgjast með púls o.s.frv.).
Tímarnir byrja á stuttri upphitun áður en teknar eru þolkeyrslur. Endað er á stuttu niðurhjóli (cooldown).