Power vinyasa tímarnir eru samsettir með það að leiðarljósi að jafna orkuflæði líkamans, veita útrás og losa um djúpstæða spennu og streitu. Hreyfing í djúpri Ujay öndun, kraftmiklir tímar en um leið fullkomin endurnæring í hlýjum sal.

Power jóga er byggt upp frá Ashtanga jóga auk þess að vinna markvisst að því að opna og losa um spennu þar sem hún er hvað mest geymd, svo sem í mjaðmasvæði, í öxlum og brjóstbaki. Power vinyasa eflir líkamlegan styrk, jafnvægi og sveigjanleika.