Rólujóga I

Farið er vel í gegnum grunnstöður og teygjur og styrktaræfingar sem eru aðgengilegar með notkun rólunnar og handfanga. Uppbygging tímans er upphitun, styrktaræfingar, teygjur og slökun. Unnið er með það að hanga áreynslulaust á hvolfi. Þessir tímar eru byrjendavænir og engin fyrri reynsla er nauðsynleg.

Rólujóga II

Í þessum tímum er yoga trapeze iðkunin tekin upp á næsta stig. Boðið verður upp á að læra framandi stöður og æfingar fyrir lengra komna. Uppbygging tímans er góð upphitun og styrktaræfingar. Síðar verða meira krefjandi en skemmtilegar stöður og teygjur kenndar. Í þessum tímum er mikið unnið með það að hanga áreynslulaust á hvolfi og byggja upp líkamlegan styrk til þess að snúa sér við á dýnunni með aðstoð rólunnar. Þessir tímar eru opnir öllum en fyrri reynsla af rólunni er æskileg.