Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir


ástaÉg er ACC vottaður markþjálfi og tók mína vottun í Apríl 2015. Markþjálfanámið stundaði ég hjá Evolvia. Ég er með diploma frá Endurmenntun Háskóla Íslands í Mannauðsstjórnun og hef ferðamarkaðsfræði og ferðafræði einnig í bakpokanum. Eftir að hafa unnið í um 25 ár sem ferðaráðgjafi og komin á fertugsaldur var kominn tími til að gera eitthvað allt annað og stíga út fyrir þægindarammann. Ég tók u-beygju og breytti allverulega mínu lífi. Ég kynntist fyrst markþjálfun árið 2010 í gegnum Evolvia ehf. þegar mig langaði að búa til nýja þjónustu innan ferðaþjónustunnar sem átti að kallast „ný á Íslandi“. Mér fannst aðferðaræði markþjálfunnar svo heillandi að ég ákvað að hætta í bransanum sem ég hef lifað og hrærst í nánast allan minn starfsaldur. Frá 1994 hef ég búið með mínum heittelskaða manni og eigum við saman yndislegan 13 ára dreng. Áhugamál mín eru margþætt, bæði andleg og líkamleg heilsa er mikilvæg fyrir mig og stunda ég allskonar hreyfingu og hugleiðslu. Ferðalög og útivera með fjölskyldunni er mér einnig mjög mikilvæg. Hestar, dans, góður matur, fjallgöngur ofl. er ofarlega á lista hjá mér þegar kemur að því að gera eitthvað skemmtilegt með góðum vinum. Félagsstörf eru ofarlega á lista hjá mér hvar sem ég kemst í þau. Ég hef stofnað nokkur félög og hef gaman að því að koma fólki saman. Samvinna fyrir mér er fagleg leið til að koma góðri vinnu af stað. Í dag sit ég í stjórn Félag Íslenskra Markþjálfa sem varaformaður og formaður félagsins Markþjálfahjartað. Með markþjálfun þá laðar maður fram það besta í hverjum og einum, hjálpar til við að ná markmiðunum sem geta þannig látið drauma rætast. Viðskiptahópur minn hingað til hefur verið úr ólíkum áttum, og á við allstaðar þar sem manneskjan vill gera einhverja breytingu í sínu lífi.
Uppáhaldsstaðan mín er
Tréð/Trikonasana.

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig, namaste 😉

Elísabet Margeirsdóttir


ElísabetÉg er löggiltur næringarfræðingur með BS-gráðu í lífefnafræði og mastersgráðu í næringarfræði. Í dag starfa ég við ráðgjöf ásamt því að halda fyrirlestra fyrir fyrirtæki og hópa. Ég hef stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum utanvega- og fjallahlaupum með ágætum árangri hér heima og erlendis. Ég er annar höfundur bókarinnar Út að hlaupa sem er alhliða handbók fyrir byrjendur og lengra komna í hlaupaíþróttinni. Hvergi líður mér betur en úti í náttúrunni, langt frá skarkala borgarinnar.

Hlaup eru ekki það eina sem ég stunda af kappi heldur er ég forfallinn jóga-iðkandi og satt best að segja hef ég aldrei náð jafn góðum árangri og eftir að ég byrjaði að stunda jóga samhliða hlaupaæfingum.
Í Sólum mun ég bjóða viðskiptavinum upp á heildstæða næringarráðgjöf, halda reglulega fyrirlestra og taka þátt í námskeiðum af ýmsum toga.

Uppáhaldsstöðurnar mínar eru:

  • Örninn/Garudasana
  • Dansarinn/ Nataraja

Jóhanna Kristjánsdóttir & Guðrún Kristjánsdóttir


johanna-kristjansdottirNærri tvö ár eru liðin síðan tvær systur, Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur, opnuðu dyr Systrasamlagsins með því að breyta gamalli hamborgarasjoppu á Seltjarnarnesinu í heilsuhof. Fáránleg hugmynd? Kannski. En sennilega nógu galin til að vera bara býsna góð.

Jóhanna, fyrrum rekstrarstjóri Heilshússins, hafði lengi gengið með búð í maganum enda mikil búðarkona og heilsumálin hennar sérsvið. Hin systirin, Guðrún, sem var lengi blaðamaður og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, lét heillast með og varð fljótlega ástríðufullur heilsukokkur og heilsuskríbent í hjáverkum. Smám saman lágu leiðir þeirra saman og þegar rétti tíminn kom lá beinast við að sameina kraftana til góðra verka. Ákvörðunin um stofnun Systrasamlagsins var tekin í „núvitundarástandi“ í tíbetsku munkaklaustri í Skotlandi í janúar 2013. Og síðan var hafist handa.
Þær lögðu upp með áhugamál sín og hugmynd um að stofna heilsubúð þar sem andinn fylgdi líka efninu. Það er líka einhver sögn í því að sjoppan sem þarna var fyrir hefði lagst af. Líkt og fólk væri farið að kalla eftir víðtækari breytingum í heilsumálum en áður. Fyrir mörgum hafði runnið upp sú mótsögn að hafa sjoppu sem bauð heldur næringarsnauðan skyndibita staðsetta í miðri heilsuiðunni.

gudrun-kristjansdottirÞað mátti því ekki vera minna vera, fyrst á annað borð væri verið að opna „sjoppuna“ á ný, en að það yrði um að ræða heilsugæði af bestu sort. Í Systrasamlaginu er boðið upp á lífrænt ræktaðar vörur, þar á meðal kaffi og Bíóbú-mjólk, alls kyns ofurþeytinga, grauta, ávexti, slikkerí og te, ásamt croissanti og brauði frá besta bakaranum í bænum, Ásgeiri Sandholt. Og svo eru það vítamínin, lífrænn 360° gullfallegur jógafatnaður og alls kyns jógadýnur, fylgihlutir, ilmir án eiturefna, hreinar snyrtivörur og ýmsar árstíðabundnar vörur.
Heilsuramminn er stífur. Og sterkur.


Uppáhaldsstaða Jóhönnu er
Konunglega dúfan/Raja Kapotasana

Uppáhaldsstaða Guðrúnar er

Gyðjan/Utkata Konasana