Apríl Harpa Smáradóttir


Apríl sér um heimasíðu- og samfélagsmiðla Sóla. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur með brennandi áhuga á ferðalögum, jaðaríþróttum og náttúru!

Apríl er á leiðinni til Indlands næstkomandi vor í jógakennaranám en áhugi hennar á jóga kveiknaði á Balí er hún bjó þar í þrjú ár í háskóla. Í dag er jóga ómissandi þáttur af hennar daglega lífi ásamt því að vera alltaf að skapa eitthvað, hvort sem það eru skrif eða að mála! Ásamt því að sjá um heimasíðu-og samfélagsmiðlamál hjá fyrirtækjum vinnur hún sem snjóbrettakennari og hjá Rauða Krossinum í Konukoti. Einnig hefur hún verið að túra um menntaskóla Reykjavíkur með hennar eigin fyrirlestra um hamingju og hvernig á að „hugsa út fyrir boxið“.   Henni líður best í umhverfi þar sem hún skorar á sjálfa sig og þá aðallega í framandi löndum eða í nýjum íþróttum. Hún ætlar að vinna hjá „Læknum án Landamæra“ þegar hún er orðin stór.

Apríl hefur ótrúlega gaman af því að láta litlar hugmyndir af sjónrænum veruleika og mun halda áfram að halda heimasíðunni lifandi fyrir hönd Sóla!

Uppáhaldsstöðurnar hennar Apríl eru:

  • Handstöður
  • Tree pose

PH4A4785_Easy-Resize.com

“ You never see the world as it is, you see it as you are“

Bjarney Rún Haraldsdóttir


Bjarney er í móttökunni og samhliða því stundar hún nám í félagsráðgjöf. Hún er einnig útskrifaður snyrtifræðingur.

Draumur hennar er að öðlast kennararéttindi í jóga þar sem áhuginn hefur verið til staðar síðan hún var lítil stelpa og fylgdist með jógakennaranum móður sinni. Jógafræðin hafa alltaf heillað hana mikið og hefur hún tileinkað sér þau síðustu ár í mikilli vinnu með sjálfa sig. Jógaástundunin hefur verið regluleg en þó með hléum og markmið hennar er að gefa sér meiri tíma fyrir sjálfa sig og jógað þar sem það hefur hjálpað henni mest af öllu í að líða vel í eigin skinni og vera sátt með sjálfa sig og lífið nákvæmlega eins og það er.

Hún hefur gríðarlegan áhuga á vinnu og samveru með fólki, mannlegum samskiptum og andlegri líðan og í afgreiðslunni veitir það henni mesta ánægju að hlúa vel að fólkinu sem á leið í Sólir.

Uppáhaldsstöðurnar Bjarneyjar eru:

  • Child´s pose
  • Hryggvinda

Bjarney Rún

Trust your journey

Halla Sigrún Hjartardóttir


Ég er meðeigandi Sólir jóga & heilsuseturs en ég kynntist heitu jóga fyrst árið 2009 þegar byrjað var að kenna það á hér á landi. Ég fann strax að heitt jóga var líkamsrækt sem hentaði mér ótrúlega vel bæði líkamlega og andlega. Ég hafði þó, að mér fannst þá, ekki tíma til að sinna jóga sem skyldi og stundaði heitt jóga af og til í nokkur ár. Árið 2014 áttu sér stað margvíslega breytingar í mínu lífi og ég ákvað að færa jóga ofar á forgangslistann og það er ákvörðun sem ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa tekið. Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur öllum vel 🙂

Ég á tvo frábæra stráka, og er menntuð sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem ég er með gráðu í verðbréfamiðlun. Lengst af þá vann ég í fjármálagerianum en hef nú snúið mér alfarið að eigin fjárfestingum og nú nýlega sem virkur hluthafi í Sólum

Uppáhaldsstöðurnar mínar eru:

  • Toe Stand/Padangustasana
  • Dúfan/Kapotasana

The mind is everything. What you think you become.

– Buddha

Sólrún María Arnardóttir


Sólrún María er í móttökunni. Hún er jóganemi og fer út til Thailands í kennaranám hjá Absolute Yoga Academy í sumar. Hana dreymir um að flakka heimshorna á milli og starfa sem jógakennari í framtíðinni. Jóga hefur kennt henni margt í gegnum tíðina, einna helst að vera til í kyrrðinni innra með sér í miðju þess alls sem á sér stað hverju sinni. Einnig hefur jóga auðveldað henni lífið að því leyti að hún stundar reglulega líkamsrækt og þannig líður henni best í eigin skinni. Hún hefur líka lært að jóga er ekki aðeins líkamsrækt, heldur er það einnig leið til þess að líða vel í sálinni. Sólrún hefur iðkað heitt jóga reglulega í um það bil fjögur ár. Jógafræðin sem og ayurvedísk fræði eru ein af hennar helstu áhugamálum en einnig hefur hún gríðarlegan áhuga á heilsusamlegum lífsstíl, heimsferðalögum, veganisma, jóga og mannlegum samskiptum. Hún elskar öll dýr jafnt og trúir sterkt á jafnrétti allra jarðarbúa. Henni þykir fátt betra en að vera undir heiðum himni og drekka í sig sólina eða í notalegu umhverfi með kertaljós og reykelsi.

Uppáhaldsstöður Sólrúnar eru:

  • Dancing Shiva
  • Höfuðstaðan/Sirsasana

Wisdom is knowing we are all one. Love is what it feels like and compassion is what it acts like.

– Ethan Walker

Sólveig Þórarinsdóttir


er eigandi og stofnandi Sólir – jóga & heilsusetur. Hún er höfundur bókarinnar Jóga fyrir alla – grunnbók um jóga, heitt & hefðbundið sem kom út árið 2014. Sólveig starfaði lengi á fjármálamarkaði en hefur undanfarið snúið sér alfarið að jógakennslu. Hún er með 200 RYT kennsluréttindi í heitu jóga (hatha) frá Absoulte Yoga Academy og 500 RYT frá sama skóla í Ashtanga-jóga.

Sólveig á þrjú börn og sameinar ástríðu sína fyrir jóga og heilsurækt með því að kenna á gefandi máta og fjalla um heilbrigðan lífstíl á breiðum grundvelli.
Sólveig lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, lauk meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá Háskóla Íslands og er löggiltur verðbréfamiðlari með yfir tíu ára starfsreynslu af verðbréfamarkaði.

Uppáhaldsstöðurnar mínar eru:

  • Inversions af öllu tagi

Practice and all is coming
Sri Pattabhi Jois