Apríl Harpa

Apríl sér um heimasíðu- og samfélagsmiðla Sóla. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur með brennandi áhuga á ferðalögum, jaðaríþróttum og náttúru.

Apríl er einnig kennari í Sólum en hún leiðir Master Sequence tímana hja okkur á Sunnudögum. Í dag er jóga ómissandi þáttur af hennar daglega lífi ásamt því að vera alltaf að skapa eitthvað, hvort sem það eru skrif eða að mála! Ásamt því að sjá um heimasíðu-og samfélagsmiðlamál hjá fyrirtækjum vinnur hún sem snjóbrettakennari og er með meistarapróf í fríköfun.

Apríl hefur ótrúlega gaman af því að láta litlar hugmyndir verða að sjónrænum veruleika og mun því halda áfram að halda heimasíðunni lifandi fyrir hönd Sóla!

Uppáháldsstöðurnar

  • Handstöður
  • Tree Pose

Bergljót Friðriksdóttir

 

er rekstrarstjóri Sóla. Hún lærði fjölmiðlafræði í Þýskalandi og starfaði um árabil sem blaðamaður og textasmiður.

Beggó uppgötvaði jóga þegar hún bjó í Kalíforníu og hefur stundað jóga í Sólum frá upphafi.

Hún syndir í sjónum allt árið um kring og finnst svalt Norður-Atlantshafið dásamlegt mótvægi við heitan jógasalinn í Sólum.

Beggó á tvö börn og einn hest.

Uppáhaldsstöðurnar

  • Bird of Paradise
  • Compass
  • Crow

beggo@solir.is
s. 680 4448

Heiða Magnúsdóttir

 

er nýr eigandi í Sólum en hefur verið meðlimur frá upphafi.

Heiða hefur starfað sem hönnuður og listrænn stjórnandi til margra ára í London, New York og Hong Kong þar sem hún var búsett í samtals 25 ár.

Hún féll endanlega fyrir jóga fyrir 14 árum síðan og tók 200 hr kennsluréttindi í Quantum jóga í London og á Goa á Indlandi. „Jógadýnan er minn sálufélagi, sálfræðingur og líkamsræktarfélagi“.

Heiða á fimm börn og einn hest.

Heiða útskrifaðist frá Parsons School of Design í New York með gráðu í Design Marketing og með viðbótargráðu í Art Direction frá Central Saint Martins í London. Hún er á kafi að setja á laggirnar lista- og menningarsetur í Ásmundarsal. List og jóga eru fullkomnir lífsförunautar.

Uppáhaldsstöðurnar

  • Tripod
  • King Pigeon
  • Embryo Pose

Sólveig Þórarinsdóttir

er eigandi og stofnandi Sólir – jóga & heilsusetur. Hún er höfundur bókarinnar Jóga fyrir alla – grunnbók um jóga, heitt & hefðbundið sem kom út árið 2014. Sólveig starfaði lengi á fjármálamarkaði en hefur undanfarið snúið sér alfarið að jógakennslu. Hún er með 200 RYT kennsluréttindi í heitu jóga (hatha) frá Absoulte Yoga Academy og 500 RYT frá sama skóla í Ashtanga-jóga.

Sólveig á þrjú börn og sameinar ástríðu sína fyrir jóga og heilsurækt með því að kenna á gefandi máta og fjalla um heilbrigðan lífstíl á breiðum grundvelli.

Sólveig lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, lauk meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá Háskóla Íslands og er löggiltur verðbréfamiðlari með yfir tíu ára starfsreynslu af verðbréfamarkaði.

Uppáháldsstöðurnar

  • Inversions af öllu tagi