Sólir er nýtt jóga og heilsusetur á Grandanum. Þar er að finna allt undir Sólinni sem tengist heildrænni nálgun í heilsurækt, hvort sem um er að ræða líkamlega eða andlega heilsueflingu.


Salir

Í sólum eru tveir salir. 30 iðkendur komast fyrir í hverjum sal en hægt er að opna á milli og komast þá 60 iðkendur saman í einn tíma.
Salirnir eru báðir búnir hitablásurum og rakatækjum til að tryggja kjöraðstæður til heitt jóga iðkunar, eða 38 gráður og 40-50% raka.
Einnig er hægt að tengja snjalltæki við hljóðkerfi sem er í báðum  sölum.

Sólir, jógasalur

Búningsklefar

Í Sólum eru tveir búningsklefar, fyrir dömur og herra.. Klefarnir eru búnir bekkjum og fatahengjum. Frábærum sturtum og snyrtingu. Einnig eru hárblásarar, sléttu- og krullujárn til afnota.

solir_granda1

Setustofan [Frítt]

Í setustofunni okkar bjóðum við iðkendum að slaka á bæði fyrir og eftir tíma. Gott er að tylla sér niður og stilla sig af áður en stundað er jóga. Setustofan er búin þægilegum sófum, körfustólum og kollum. Þar má finna í bland nýtt og ævaforn lesefni sem göfgar andann.

solir_granda2

Brunnurinn [Frítt]

Gott er að hafa vatn með sér í jógatímum. Við bjóðum uppá glerflöskur til afnota fyrir iðkendur sem hægt er að fylla á í brunninum okkar, ótakmarkaður aðgangur að vatni eru sjálfsögð mannréttindi.

Brunnurinn_solir

Jógadýnur [Frítt]

Við bjóðum uppá fríar jógadýnur fyrir alla iðkendur Sóla. Dýnurnar okkar eru 5mm þykkar og sérstaklega þægilegar. Hjá okkur eru tvær lengdir á dýnum bæði fyrir hávaxna og aðra.

jogadynur

Jógahandklæði [Leigja 500 | Kaupa 5.900]

solir_granda9

Veitingar

Við seljum lífrænar og dásamlega nærandi veitingar frá Systrasamlaginu s.s. djúsa, smoothy, súrdeigssamlokur, hrákökur, engiferskot. Einnig eigum við alltaf ótakmarkað magn af 100% kókosvatni frá Dr. Martinez og úrval ávaxta.

solir_granda13

 
Einnig bjóðum við uppá [Frítt]

  • Kubba
  • Strappa
  • Teppi
  • Púða
  • Minni handklæði

solir_granda12