Af þekkingu sinni og reynslu af jógafræðum deilir Sólveig Þórarinsdóttir fróðleik um heitt jóga og hefðbundið jóga sem þú getur nýtt til að umbreyta lífi þínu. Lærðu að þekkja hvernig hugur þinn og líkami vinna, auktu bæði núvitund og líkamsvitund og bættu þannig lífsgæði þín til muna. Þróaðu þína eigin jógaæfingu til betri vegar eða byrjaðu frá grunni, hvort sem þú vilt æfa heima í stofu eða annars staðar.

Bókin inniheldur meðal annars:

  • Almennan fróðleik um jóga og ávinninginn af jógaiðkun
  • Umfjöllun um heitt jóga
  • Myndir af ríflega fimmtíu Hatha jógastöðum
  • Nákvæmar lýsingar á stöðunum og ýmis heit ráð
  • Önnur afbrigði af stöðunum fyrir lengra komna og þá sem eru með skertan styrk eða sveigjanleika

Sölustaðir

Bókin fæst um land allt í öllum verslunum Eymundsson,  Hagkaupa, Heilsuhússins auk bókabúð Máls & menningar, bókabúð Forlagsins og Kaupfélagi Skagfirðinga.


Ummæli um bókina

solla ny mynd
Í þessari bók tekst Sólveigu einstaklega vel að gera jóga aðgengilegt fyrir alla, bæði þá sem heima sitja og þá sem eru þegar iðkendur. Hún útskýrir æfingarnar og allt sem viðkemur iðkuninni sérlega vel og hér er því á ferð sérlega vel heppnuð og aðgengileg bók um mikilvæga hug- og heilsurækt. Til hamingju, nafna!Sólveig Eiríksdóttir
P1030056
Jóga fyrir alla er bylting á sviði jógabókmennta á Íslandi og bókin er í senn glæsileg, fróðleg og aðgengileg. Þetta er löngu tímabær útgáfa sem er unnin af mikilli einlægni og nákvæmni – án óþarfa orðagjálfurs. Sólveig nálgast efnið af þeirri miklu alúð og ástríðu sem af henni skín. Jóga fyrir alla er rit sem allir geta haft gagn af, bæði byrjendur og lengra komnir.Guðni Gunnarsson, höfundur bókanna Máttur athyglinnar og Máttur viljans