Strala Yoga er mjúkt yogaflæði í hlýjum sal sem hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa stundað annarskonar yoga. 

Iðkendur eru leiddir í gegnum hægt en kröftugt og flæði sem byggir á djúpri öndun og áreynslulausri hreyfingu. 

Strala gefur iðkendum færi á að kynnast sér og líkama sínum betur, hreyfa sig eins og þeim líður best í gegnum bæði auðveldar og krefjandi stöður. 

Með þessum hætti stækkar smám saman þægindaramminn og færni iðkendans án þess að notast við óþarfa erfiði. 

Strala yoga byggir upp styrk, jafnvægi og liðleika jafnframt því að losa um stress og streitu.