ACC markþjálfi & hómópati B.Sc(Hons)
Markþjálfun hefur fest sig í sessi sem áhrifarík aðferð til að efla og styrkja einstaklinga eða hópa að ná fram því besta í sínu fari. Markviss samtalstækni markþjálfunar stuðlar að tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann, uppskera persónulegan vöxt og aukna lífsfyllingu. Að efla sterka framtíðarsýn, uppgötva eigin framleiðni eða rannsaka frumkvöðlastörf eru meðal þess sem er áhrifaríkt að kanna í markþjálfun og dýrmætt að njóta þess frelsis sem samtalið býður upp á til að kanna eigin langanir og drauma.

Tinna lærði markþjálfun 2015 og hóf framhaldsnám í markþjálfun haustið 2017. Tinna er ACC alþjóðlega vottaður markþjálfi og hefur unnið ötullega að markþjálfun einstaklinga og hópa undanfarin ár. Hún hefur einnig haldið fjölda námskeiða sem tengjast markþjálfun, heilsu og eflingu andans.

Tinna sími: 894 3108
e-mail: gtthorlacius@gmail.com