Jóga er fyrir alla og sú sýn endurspeglast í stundaskrá Sóla. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hjá okkur finnurðu þá jógategund sem hentar þér.

Meðal annars er boðið er upp á fasta byrjendatíma í heitu jóga, hugleiðslu, einkatíma og næringarráðgjöf. Kynntu þér framboðið hér:

Í jógatímunum Ashtanga I eru iðkendur leiddir í megnið af fyrstu seríunni, þ.e. í gegnum sólarhyllingar, standandi stöður og nokkrar sitjandi stöður, lokastöður og svo er endað á góðri slökun. Tíminn hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Ashtanga-jógatímarnir eru kenndir eftir hefðum jógagúrúsins Sri K. Pattabhi Jois. Vinsældir Ashtanga-jóga hafa farið sívaxandi síðustu árin og það er nú iðkað af milljónum manna um heim allan.

Ashtanga-jóga er kraftmikil jógasería sem samanstendur af jógastöðum og djúpri öndunartækni. Fyrsta serían samanstendur af sólarhyllingum, standandi stöðum, sitjandi stöðum, lokastöðum og slökun í lokin. Serían er bæði líkamlega og andlega hreinsandi, hjálpar við að ná góðu jafnvægi og hugarró og er mjög orkugefandi. Æfingarnar eru líkamlega krefjandi og byggja bæði upp styrk og liðleika þar sem öndun, lásar og fókus skipta höfuðmáli. Með reglulegri iðkun Ashtanga-jóga nær iðkandinn að komast lengra inn í stöðurnar og fara enn dýpra inn á við og því er oft talað um Ashtanga sem „hugleiðslu með hreyfingu“ eða moving meditation. Ashtanga-jóga er iðkað í ró og næði í léttupphituðum sal.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 75 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla
 • Jógaiðkendur sem stefna á “Self Practice”

Hitastig:

 • 30 gráður
 • 40% raki

Bóka tíma

Í einkatímum er markmiðið að koma til móts við þarfir hvers iðkanda hverju sinni. Í hefðbundnum einkatíma leiðir kennari tímann (fjöldi iðkenda getur verið 1-4) í gegnum þá tegund jóga sem óskað er eftir í u.þ.b. klukkustund eða lengur með tilheyrandi aðlögunum og leiðréttingum eftir því sem við á. Síðari hluti tímans er síðan nýttur í frekari ráðgjöf.

Bókaðu einkatíma með því að senda tölvupóst á netfangið: solir@solir.is

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 90 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla
 • Þá sem vilja óskipta athygli og handleiðslu kennara
 • Þá sem eru fastir í jógaæfingunni sinni
 • Þá sem vilja dýpka skilning sinn enn frekar á sinni eigin iðkun og jóga á sínum forsendum

Hitastig:

 • Eftir óskum iðkanda

Hugsunin að baki fjölskyldujóga er fyrst og fremst sú að foreldrar og börn geti átt gæðastund saman í gegn um leik, jóga og slökun. Tímarnir eru byggðir upp eins og krakkajógatímar, það er að segja farið er í leiki og jógastöðurnar eru léttar þannig að allir geta verið með. Fjölskyldujóga er fyrir börn á aldrinum 2-12 ára og foreldra og forráðamenn þeirra.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 45-60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum
 • Þá sem vilja njóta þess að gera eitthvað uppbyggilegt með ástvinum sínum

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Í þessum tímum er lögð áhersla á að byggja upp styrk og auka hreyfigetu líkamans. Til þess að ná því fram er fylgt aðferðafræði GMB sem er markmiðatengd þjálfun. Grunnhugsun GMB er þjálfun likamans fyrir þær hreyfingar sem þig langar til að geta gert á þínum forsendum. Hreyfingarnar (flæði) auka styrk, jafnvægi og liðleika. Æfingar GMB eru eins og áður segir markmiðatengdar þar sem megin markmiðið er að stuðla að betri líðan og heilsu.
Meðal annars verður unnið markvisst að því að byggja upp handstöðu nemenda á sterkum grunni en getustig skiptir engu máli þar sem þessir tíma henta öllum, byrjendum sem lengra komnum. Í byrjun verður unnið án áhalda en með helstu vöðva líkamanns með frábærum hreyfingum sem koma flestum á óvart. Síðar munu hringir og tvíslár bætast við.

Í stuttu máli er tímanum skipt í um það bil 4 hluta:

 1. Upphitun í 10 – 15 mínútur þar sem við munum fá hita í helstu vöðva og liðamót
 2. Flæði sem mun auka hreyfanleika og styrk, þetta flæði er oft nefnt dýraflæði, e. Animal Flow þar sem unnið er með hreyfingar björnsins, frosksins, apans og fleiri skemmtilegra dýra
 3. Farið yfir tækni við að koma sér í og úr handstöðu
 4. Endað verður á að byggja upp styrk og jafnvægi fyrir handstöðu og teygt í lokin bæði með hreyfi- og stöðuteygjum

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla
 • Þá sem vilja auka hreyfigetu og styrk
 • Þá sem vilja auka grunnstyrk og færni líkamans m.a. fyrir handstöðuæfingar

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Í þessum tímum er Absolute-serían kennd, en hún er kennd við Absolute Yoga Academy skólann sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims.

Í seríunni eru 50 fremur hefðbundnar Hatha-jógastöður sem nánast allar eru framkvæmdar í kyrrstöðu og því hentar þessi sería sérstaklega vel fyrir byrjendur. Serían er í heild sinni gríðarlega vel uppbyggð og þaulhugsuð í uppröðun.

Hún er einstaklega heilandi þar sem unnið er á víxl með jafnvægi og stöðugleika, styrk, teygjur og slökun með virkri öndun allan tímann. Kennari lýsir stöðunum á ítarlegan hátt og sýnir einnig hvernig þær eru framkvæmdar.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín
 • 75 mín
 • 90 mín

Hentar vel fyrir:

 • Byrjendur
 • Fólk með skertan liðleika og styrkleika
 • Þá sem eru að vinna sig upp úr veikindum eða meiðslum

Hitastig:

 • 38 gráður
 • 40% raki

Bóka tíma

Í þessum tímum er Absolute-serían höfð að grundvelli, en hún er kennd við Absolute Yoga Academy skólann sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims.

Í þeirri seríu eru 50 fremur hefðbundnar Hatha-jógastöður sem nánast allar eru framkvæmdar í kyrrstöðu en hér er stöðunum haldið lengur og serían brotin upp með krefjandi útfærslum á stöðunum sem og öðrum stöðum, meðal annars úr Ashtanga jóga. Flæðið er aukið og töluverð keyrsla frá upphafi til enda. Stundum er unnið með ákveðin þemu svo sem mjaðmaopnanir eða öfugar stöður

Absolute serían er í heild sinni gríðarlega vel uppbyggð og þaulhugsuð í uppröðun. Hún er einstaklega heilandi þar sem unnið er á víxl með jafnvægi og stöðugleika, styrk, teygjur og slökun með virkri öndun allan tímann.

Mælt er með að jógaiðkendur hafi verið í jóga áður en farið er í Heitt jóga II.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín
 • 75 mín
 • 90 mín

Hentar vel fyrir:

 • Lengra komna
 • Þá sem vilja krefjandi tíma

Hitastig:

 • 38 gráður
 • 40% raki

Bóka tíma

Heitur 60 eða 75 mínútna jógatími. Hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur en einnig fyrir lengra komna þar sem alltaf má stýra erfiðleikastigi æfingana. Þessi tími er hentugur til að byrja á að prófa vinyasa-flæði eða sólarhyllingar þar sem kennarinn leiðir nemendur skref fyrir skref í gegnum æfingarnar.

Töfrar tímans felast í því að allir æfa sömu stöðurnar, hvar sem þeir eru staddir í sinni jógaástundun, og hver og einn nýtur sama ávinningsins. Farið er í helstu stöður Hatha-jóga og er rútínan eins í fyrrihluta hvers tíma með mismunandi áherslum í seinnihlutanum.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín
 • 75 mín
 • 90 mín

Hentar vel fyrir:

 • Byrjendur

Hitastig:

 • 38 gráður
 • 40% raki

Bóka tíma

Heitt Vinyasa II er krefjandi og skemmtilegur 75 eða 90 mínútna tími sem samanstendur af fimm tegundum af Vinyasa-flæði. Tíminn eykur þol, liðleika og styrkir allan líkamann.

Farið er í helstu stöðurnar úr Hatha-jóga. Stöðurnar eru tengdar saman með sólarhyllingum eða Vinyasa. Þótt tíminn sé líkamlega krefjandi hentar hann einnig þeim sem eru nýlega byrjaðir að stunda jóga þar sem hægt er að aðlaga tímann og gera hann auðveldari.

Seinnipartstíminn á föstudögum er kósý tími með kertum og lágmarks leiðbeiningum í anda „My Sore“ þar sem gengið er út frá því að iðkendur þekki flæðið.

Mælt er með að jógaiðkendur hafi verið í jóga áður en farið er í Heitt flæði II.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín
 • 75 mín
 • 90 mín

Hentar vel fyrir:

 • Byrjendur sem vilja prófa sig áfram
 • Lengra komna
 • Þá sem vilja krefjandi tíma

Hitastig:

 • 38 gráður
 • 40% raki

Bóka tíma

Í þessum tímum verður áherslan lögð á jógaæfingar sem henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Eins og heitið segir til um lögð megin áhersla á rétta líkamsbeitingu. Tímarnir verða kenndir í hlýjum sal með fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Aðaláherslan er lögð á að læra á eigin líkama og hvernig skuli nota hann samkvæmt hans eigin tækifærum og takmörkunum. Athyglinni er einnig beint inn á við þar sem tenging hugans við líkamann er höfð að leiðarljósi. Í æfingunum er sett vitund á öndverðar hliðar líkamans þ.e. bæði á þá vöðvahópa sem er verið að virkja og þeim sem er teygt á. 

Kennarinn nýtir grunn sinn úr bardagalistum, fimleikum og hreyfiflæði til þess að styrkja og bæta líkamann. Hann leggur megin áherslu á að kenna rétta líkamsbeitingu og styrkja líkamann á þann hátt að það nýtist í öllum íþróttum og daglegu lífi.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla

Hitastig:

 • Hlýtt

Bóka tíma

Í þessum tímum verður farið í gegnum Fit Flow Fly seríuna frá Bryce (Briohny & Dice). Serían er kennd í Thailandi við Absolute Yoga Academy sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims. Serían byggist upp á tveim sólarhyllingum sem leiða síðan inn í krefjandi flæði með áherslu á efri hluta líkamans. Hápunktur tímans er þegar reynt er við handjafnvægisstöðu dagsins. Því næst er farið í gegnum nokkrar miðsvæðis styrkjandi æfingar, bakbeygjur og endað á róandi teygjum. Í þessum tíma er mikið lagt upp úr því að byggja upp styrk með það að markmiði að skoða framandi handjafnvægisstöður og læra tæknina við að komast upp í handstöðu.

Unnið er skref fyrir skref samkvæmt getustigi allra iðkenda.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla
 • Fólk sem vill vinna sérstaklega með handstöður

Hitastig:

 • Léttupphitaður salur, 25 – 30 gráður
 • 40% raki

Bóka tíma

Tolli og Sölvi Tryggva munu leiða núvitundarhugleiðslu á þriðjudögum og fimmtudögum. Í tímunum verður farið í breytilegt flæði í núvitundaræfingum með smá forspjalli á undan hugleiðslunni og verður hugleitt í hálftíma í senn. Hugleiðsla er kjörin leið til að öðlast hugarró og innri frið, hún veitir kjölfestu til að takast á við daglegt líf og eykur styrk og einbeitingu.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla
 • Þá sem vilja kynnast hugleiðslu undir handleiðslu
 • Allir sem vilja öðlast meiri ró og yfirvegun í hraða nútímasamfélags

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Þessir tímar henta öllum sem náð hafa unglingsaldri. Byrjað er á léttum stöðum, t.d. sólarhyllingu í nokkrar mínútur, en að öðru leyti er um algjörlega áreynslulausa liggjandi slökun og leidda hugleiðslu að ræða sem krefst engrar sérþekkingar eða reynslu. Það er ekki síst af þessum sökum sem Jóga Nidra hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á undanförnum árum. Þetta er kjörin aðferð sem allir ættu að geta nýtt sér til að losa um þá streitu og spennu sem fylgir hraða og annríki nútímans. Það eina sem þú þarft að gera er að láta fara vel um þig og hlusta á leiðsögn kennarans.

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem sameinar hugleiðslu og slökun og er stundum kallað jógískur svefn, en ólíkt svefni er um meðvitaða djúpslökun að ræða. Aðferðin er mjög áhrifarík til að kyrra hugann og ná þannig djúpri slökun og er um leið verkfæri til að öðlast betri stjórn á ýmsum hugsunum eða aðstæðum og brjóta upp neikvæð mynstur.

Þar sem líkamleg áreynsla er í lágmarki er sérstakur klæðnaður óþarfur.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 45-60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla
 • Þá sem þurfa meiri ró í tilveruna
 • Þá sem vilja takmarkaða líkamlega áreynslu en upplifa ávinning jóga

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Kundalini-jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er mjög markvisst og kröftugt jógakerfi með eflandi jóga, öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Kundalini-jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðru jóga.

Með ástundun kundalini-jóga byggir þú upp styrk og orku, örvar innkirtlakerfið, taugakerfið og ónæmiskerfið þitt. Í kundalini-jóga er unnið að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi milli heilahvela, víkka út vitund okkar og koma jafnvægi á allar orkustöðvarnar.

Jóga – sem þýðir sameining – hjálpar okkur að vera í núinu og gefur okkur jafnvægi jafnt að innan sem utan. Verum vakandi í eigin lífi ! Lífið er núna!

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Markþjálfun er leið til að laða fram það besta í fólki. Henni er hægt að beita á ýmsum stöðum tengt vinnu eða einkalífi. Markþjálfun er samband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjenda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við þín markmið. Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja eigin drauma og fá stuðning við að gera þína framtíðarsýn að veruleika.

Markþjálfinn vinnur að því:
Að einstaklingurinn skoði sjálfan sig í samhengi við bæði líf og starf.
Að einstaklingurinn læri að hlusta á sína innri rödd (innsæið sitt), væntingar og fordóma og hvaða áhrif hann hafi á aðra.
Að einstaklingurinn efli með sér sjálfsaga, eigin viðhorf, fordóma og hegðun.
Að einstaklingurinn þrói með sér nýjar leiðir til að ná sem bestum árangri, hámarki sjálfan sig.
Að einstaklingurinn haldi ró sinni þegar á móti blæs.
Að einstaklingurinn hafi það að leiðarljósi að til að ná hámarksárangri þarf hugrekki til að teygja sig lengra, að grundvalla ekki aðgerðir á ótta heldur á trausti til sjálfs sín og annarra

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 45 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla sem vilja ná auknum árangri í lífinu

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Krefjandi tímar en mjög aðgengilegir og henta öllum jógínum og jógum, byrjendum sem og lengra komnum þar sem stuðst er við áhrifaríka aðferð með boltum til að losa um spennu og bólgur í vöðvafestum. Unnið er á bandvef og triggerpunktum (sárir hnúðar) í líkamanum. Hnúðarnir geta valdið leiðniverk sem lýsir sér sem dofa, sting, sviða, vöðvakippum, minni hreyfigetu i liðum, spennihöfuðverk og rennslisstöðvun á sogæðavökva. Í hraða nútímans finna margir fyrir þessum einkennum og eru þessir tímar sérlega hentugir til að vinna á þeim.

Þessi meðferð vinnur með líkamanum með það að markmiði að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins, minnkar neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn hrörnun á hreyfigetu og sjúkdómum.

Tímarnir hvetja til sjálfskoðunar á ójafnvægi í líkamanum sem lýsir sér sem spenna og bólgur í vöðvafestum og takmörkuð hreyfigeta í liðamótum.

Uppbygging tímans

Í Yin Restorative tímunum vinnum við með Yin jóga stöður sem er haldið í 3-10 mín í senn og boltum sem við notum til að vinna á triggerpunktum í likamanum.  Hver tími er einstakur og unnið er með ákveðna líkamshluta í senn.  Boltana notum við til að nudda svæðin í kringum liðamót, vöðvafestur og bandvefi og þar með losum við um þessi svæði sem eiga oft til með að vera stíf og aftra okkur í hreyfingum.  Til að ná sem best til þessara triggerpunkta fer tíminn fram í óupphituðum sal.  Yin/Yang jóga tímarnir eru einnig góðir til að efla núvitund okkar þarsem sjálfskoðun getur átt sér stað sem getur leitt til þess að við öðlumst betra jafnvægi í líkama og sál.

Í sunnudagstímunum verður sett meiri áhersla á Yang stöður þar sem sá tími er 90 mínútur. Þeir eru því með aðeins öðru sniði þar sem fyrri hluti tímans er kröftugt flæði í hituðum sal þar sem er unnið vel með Yang stöðurnar og líkaminn hitaður vel upp fyrir seinni hluta tímans sem er nýttur í að ná jafnvægi í líkamanum með Yin stöðum og smá af nuddboltunum góðu.

Upplýsingar

Tímalengd:
 • 75 mín
 • 90 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla, sérstaklega þá sem hafa skertan liðleika og hreyfigetu
 • Þá sem vilja vinna djúpvinnu í líkamanum með tilheyrandi ávinningi
 • Fyrir þá sem finnast þeir vera stíf/stífur þrátt fyrir reglulega jógaiðkun

Hitastig:

 • Hefðbundið
 • Hlýtt í 90 mín sunnudagstímunum

Bóka tíma

Ert þú jógakennari? Langar þig til þess að læra af öðrum kennurum og miðla þinni þekkingu og reynslu með öðrum jógakennurum og þar sem hjálpa til við að lyfta allri jógaiðkun upp á hærra plan? Það skiptir ekki máli hvort þú sért virk/ur í kennslu, hvernig jóga þú kennir eða hvar þú kennir þetta er vettvangur þar sem allir geta komið saman og lært af hvort öðru. Eina sem þú þarft að gera er að hafa viðurkennd jógakennararréttindi og skrá þig í tímana á netinu hjá okkur, aðgangur er frír en gert er ráð fyrir að þeir sem nýti tímana séu einnig reiðubúnir að kenna líka og kynna sig í leiðinni.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla jógakennara sem vilja halda sér við, bæta þekkingu sína og miðla til annarra á sama grundvelli

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Viltu öðlast aukna orku, bætta líðan og varanlegar breytingar? Í upphafsviðtali í næringarráðgjöf er farið yfir lífsstíl, heilsufar, mataræði og hreyfingu. Þú færð sérsniðnar ráðleggingar sem auðvelt er að fylgja. Næstu viðtöl fela í sér eftirfylgni og gerðar eru breytingar eftir þörfum og árangri.

 • Einungis næringarrík og hrein fæða
 • Hollari og einfaldari innkaup
 • Samsetning fæðutegunda og réttar skammtastærðir
 • Tímasetning máltíða og næring í kringum hreyfingu
 • Sérsniðnar ráðleggingar
 • Yfirferð á matardagbók

Bókaðu næringarráðgjör með því að senda tölvupóst á netfangið: solir@solir.is

Upplýsingar

Tímalengd viðtala:

 • 50 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla
 • Þá sem vilja bæta lífsstíl og mataræði á skynsamlegan hátt
 • Þá sem vilja fá sem mest út úr jógaiðkun og annari hreyfingu

Hitastig:

 • Hefðbundið

Í þessum tímum eru kenndar klassískar pilatesæfingar á dýnu samkvæmt æfingakerfi sem Joseph Pilates hannaði á síðustu öld. Æfingarnar byggja á samspili hugar og líkama og kallaði Pilates sjálfur æfingakerfið contrology, eða art of control. Með stýrðum hreyfingum, einbeitingu, nákvæmni, góðu flæði og öndun þar sem iðkandinn vinnur út frá miðju líkamans næst upp styrkur í kjarnvöðvunum sem styðja við hryggjarsúluna auk þess sem vöðvar útlima mótast og lengjast, liðleiki eyst og líkamsstaða batnar.

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla, jafnt konur sem karlmenn

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma

Í þessum tímum er lögð megináhersla á aukinn liðleika og einbeitingu. Það er hægur taktur í tímanum þar sem farið verður í fjölmargar teygjur og þeim haldið í lengri tíma en venja er í hefðbundnum jógatímum. Uppröðun æfinga er með þeim hætti að unnið er með öll svæði líkamans, frá fótleggjum að miðju, út í axlir, handleggi og úlnliði.

Þrátt fyrir að takturinn sé hægur þar sem hver æfing tekur nokkrar mínútur er hann krefjandi á annan hátt en jógaæfingar þar sem unnið er meira með styrk (Yang)

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 75 mín

Hentar vel fyrir:

 • Byrjendur
 • Fólk með skertan liðleika
 • Lengra komna jógaiðkendur sem vilja bæta liðleika sinn verulega

Hitastig:

 • 30 gráður
 • 40% raki

Bóka tíma

Yin/Yang jóga eru kröftugir tímar fyrir hvern þann sem vill svitna og slaka á til skiptis og æfa sig í að finna jafnvægi í líkamanum sínum.

Hugtakið Yin/Yang lýsir tveimur eiginleikum/orku sem býr í öllu, hvort sem það sé í líkama okkar eða heiminum í kringum okkur og geta ekki verið til án hvors annars, líkt og dagur og nótt. Í tímunum leitumst við til að finna þetta jafnvægi á dýnunni okkar með því að hlusta á líkamann og sjá hvað hann þarf á þeirri stundu.

Tímanum er skipt í 2 hluta:

Fyrri hluti – Yang

Kröftugt flæði og standandi stöður í hituðum sal, áhersla á tenginu öndunar við hreyfinguna. Yang stöðurnar virkja vöðvana og byggja upp innri styrk og hita í líkamanum sem við nýtum okkur til að komast dýpra í seinni hlutanum.

Seinni hluti – Yin og nuddboltar

Góðar teygjur í minna heitum sal, áhresla á að gefa eftir og losa inn í spennuna. Við eyðum góðum tíma í að stilla upp í Yin stöðunar og höldum þar lengur en í Yang stöðunum. Hér er tilgangurinn ekki að styrkja vöðvana heldur að ná góðri slökun í djúpvefi líkamans.

Einnig tökum við smá tíma í nuddboltana góðu til að ná enn dýpri losun og endum á góðri slökun í lokin.

Í þessum tímum er lögð megináhersla á aukinn liðleika og einbeitingu. Það er hægur taktur í tímanum þar sem farið verður í fjölmargar teygjur og þeim haldið í lengri tíma en venja er í hefðbundnum jógatímum. Uppröðun æfinga er með þeim hætti að unnið er með öll svæði líkamans, frá fótleggjum að miðju, út í axlir, handleggi og úlnliði.

Þrátt fyrir að takturinn sé hægur þar sem hver æfing tekur nokkrar mínútur er hann krefjandi á annan hátt en jógaæfingar þar sem unnið er meira með styrk (Yang).

Upplýsingar

Tímalengd:

 • 60 mín

Hentar vel fyrir:

 • Alla – byrjendur sem og lengra koma
 • Þá sem leita að jafnvægi líkama og hugar
 • Þá sem vilja kynnast líkama sínum betur með því byggja upp styrk ásamt þess að slaka vel á

Hitastig:

 • Hefðbundið

Bóka tíma