Í jógatímunum Ashtanga I eru iðkendur leiddir í megnið af fyrstu seríunni, þ.e. í gegnum sólarhyllingar, standandi stöður og nokkrar sitjandi stöður, lokastöður og svo er endað á góðri slökun. Tíminn hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Ashtanga-jógatímarnir eru kenndir eftir hefðum jógagúrúsins Sri K. Pattabhi Jois. Vinsældir Ashtanga-jóga hafa farið sívaxandi síðustu árin og það er nú iðkað af milljónum manna um heim allan.

Ashtanga-jóga er kraftmikil jógasería sem samanstendur af jógastöðum og djúpri öndunartækni. Fyrsta serían samanstendur af sólarhyllingum, standandi stöðum, sitjandi stöðum, lokastöðum og slökun í lokin. Serían er bæði líkamlega og andlega hreinsandi, hjálpar við að ná góðu jafnvægi og hugarró og er mjög orkugefandi. Æfingarnar eru líkamlega krefjandi og byggja bæði upp styrk og liðleika þar sem öndun, lásar og fókus skipta höfuðmáli. Með reglulegri iðkun Ashtanga-jóga nær iðkandinn að komast lengra inn í stöðurnar og fara enn dýpra inn á við og því er oft talað um Ashtanga sem „hugleiðslu með hreyfingu“ eða moving meditation. Ashtanga-jóga er iðkað í ró og næði í léttupphituðum sal.

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 75 mín

Hentar vel fyrir:

  • Alla
  • Jógaiðkendur sem stefna á “Self Practice”

Hitastig:

  • 30 gráður
  • 40% raki

Bóka tíma