Útihjólanámskeið eru núna í fullum gangi. Þau  klárast 24 júní og svo hefst sumarfrí. Við byrjum aftur í ágúst og munum birta upplýsingar um það 20 júlí.  

  • Æfingarnar henta öllum sem vilja komast í gott hjólaform og bæta tæknina, hvort sem markmiðið er að komast í hjólaferð, taka þátt í hjólaviðburðum hér heima eða erlendis, vinna mót eða löngun til að njóta.
  • Mjög fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.
  • Æfingarnar fara fram á afmörkuðu svæði og eru alltaf mislangar og erfiðleikastig eftir bakgrunni fólks. Styttra komnir fá styttri æfingasett og mikla leiðsögn um tækni, á meðan reynsluboltar taka á því, æfa taktík, árásir o.fl.
  • Allir fá gott aðhald og boðið er upp á stöðumat tvisvar á æfingatímabilinu.
  • Þjálfarar miðla stöðugt af sinni reynslu.
  • Augýst er á FB hópi um æfinguna, hvar þú finnur okkur hverju sinni.
  • Regluleg fræðsla um WOW og aðra hjólaviðburði.
  • Aukaæfingar með þjálfara fyrir keppnisfólk, WOW og fyrir ákveðnar fjallahjólakeppnir.

 

 

Hvar og hvenær

Kíktu á stundaskrána. Við hittumst fjórum sinnum í viku á mismunandi stöðum í borginni til að hafa sem mesta fjölbreytni í æfingum og leiðum.

Brekkufókus á mánudögum frá N1 Fossvogi:  Annað hvort er unnið í Perlubrekkunni eða inni í Elliðaárdal. Í Perlubrekkunni er hægt að velja um styttri og lengri útgáfu af brekkunni sem eru 820 m eða 1160 m. Rafstöðvarbrekkan er rúmlega 1 km frá Toppstöðinni. Fjöldi endurtekninga miðast við bakgrunn og markmið einstaklinga.

Morgunæfing á miðvikudögum frá Sólum eða N1. Fjölbreyttar tækniæfingar og styttri keyrslur á afmörkuðu svæði. Kaffi og sturtuaðstaða í Sólum.

Klettagarðahringir á fimmtudögum frá Peleton Klettagörðum 23: Æft verður í 4-5 mismunandi hópum á 2 km svæði, þannig að allir finna eitthvað við hæfi. Mjög auðvelt er að færa sig milli hópa eftir því hvort planið er að taka massívt á því eða taka auðveldara rúll. Frábær æfing til að æfa draft og hópvinnu.

Laugardagsæfingar. Byrjum gjarnan daginn á kaffi í Sólum kl 08.00. Rúllum svo á 26-28 km hraða út á Álftanes eða upp í Krýsuvík þar sem við hittum aðra sem kjósa styttri æfingu kl 09.00.

Álftaneshringir: Vegalengdin fyrir hringinn sem við tökum er 5.6 km eða 3.3 km fyrir styttra komna.

Krýsuvíkurkeyrslur: Það jafnast ekkert á við Krýsuvíkuræfingar. Vegalengdir fyrir keyrslur eru 4.5 km fyrir styttra komna (hringtorg að afleggjara), 9 km hringtorg að malarkafla, 18 km fram og til baka. Vegalengdir eru alltaf mismunandi eftir bakgrunni og markmiðum fólks. Algjör skylda fyrir WOW fólk.