Krefjandi tímar en mjög aðgengilegir og henta öllum jógínum og jógum, byrjendum sem og lengra komnum þar sem stuðst er við áhrifaríka aðferð með boltum til að losa um spennu og bólgur í vöðvafestum. Unnið er á bandvef og triggerpunktum (sárir hnúðar) í líkamanum. Hnúðarnir geta valdið leiðniverk sem lýsir sér sem dofa, sting, sviða, vöðvakippum, minni hreyfigetu i liðum, spennihöfuðverk og rennslisstöðvun á sogæðavökva. Í hraða nútímans finna margir fyrir þessum einkennum og eru þessir tímar sérlega hentugir til að vinna á þeim.

Þessi meðferð vinnur með líkamanum með það að markmiði að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins, minnkar neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn hrörnun á hreyfigetu og sjúkdómum.

Tímarnir hvetja til sjálfskoðunar á ójafnvægi í líkamanum sem lýsir sér sem spenna og bólgur í vöðvafestum og takmörkuð hreyfigeta í liðamótum.

Uppbygging tímans

Í Yin Restorative tímunum vinnum við með Yin jóga stöður sem er haldið í 3-10 mín í senn og boltum sem við notum til að vinna á triggerpunktum í likamanum.  Hver tími er einstakur og unnið er með ákveðna líkamshluta í senn.  Boltana notum við til að nudda svæðin í kringum liðamót, vöðvafestur og bandvefi og þar með losum við um þessi svæði sem eiga oft til með að vera stíf og aftra okkur í hreyfingum.  Til að ná sem best til þessara triggerpunkta fer tíminn fram í óupphituðum sal.  Yin/Yang jóga tímarnir eru einnig góðir til að efla núvitund okkar þarsem sjálfskoðun getur átt sér stað sem getur leitt til þess að við öðlumst betra jafnvægi í líkama og sál.

Í sunnudagstímunum verður sett meiri áhersla á Yang stöður þar sem sá tími er 90 mínútur. Þeir eru því með aðeins öðru sniði þar sem fyrri hluti tímans er kröftugt flæði í hituðum sal þar sem er unnið vel með Yang stöðurnar og líkaminn hitaður vel upp fyrir seinni hluta tímans sem er nýttur í að ná jafnvægi í líkamanum með Yin stöðum og smá af nuddboltunum góðu.

Upplýsingar

Tímalengd:
  • 75 mín
  • 90 mín

Hentar vel fyrir:

  • Alla, sérstaklega þá sem hafa skertan liðleika og hreyfigetu
  • Þá sem vilja vinna djúpvinnu í líkamanum með tilheyrandi ávinningi
  • Fyrir þá sem finnast þeir vera stíf/stífur þrátt fyrir reglulega jógaiðkun

Hitastig:

  • Hefðbundið
  • Hlýtt í 90 mín sunnudagstímunum

Bóka tíma