Í þessum tímum er lögð megináhersla á aukinn liðleika og einbeitingu. Það er hægur taktur í tímanum þar sem farið verður í fjölmargar teygjur og þeim haldið í lengri tíma en venja er í hefðbundnum jógatímum. Uppröðun æfinga er með þeim hætti að unnið er með öll svæði líkamans, frá fótleggjum að miðju, út í axlir, handleggi og úlnliði.

Þrátt fyrir að takturinn sé hægur þar sem hver æfing tekur nokkrar mínútur er hann krefjandi á annan hátt en jógaæfingar þar sem unnið er meira með styrk (Yang)

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 75 mín

Hentar vel fyrir:

  • Byrjendur
  • Fólk með skertan liðleika
  • Lengra komna jógaiðkendur sem vilja bæta liðleika sinn verulega

Hitastig:

  • 30 gráður
  • 40% raki

Bóka tíma