Þessir tímar henta öllum sem náð hafa unglingsaldri. Byrjað er á léttum stöðum, t.d. sólarhyllingu í nokkrar mínútur, en að öðru leyti er um algjörlega áreynslulausa liggjandi slökun og leidda hugleiðslu að ræða sem krefst engrar sérþekkingar eða reynslu. Það er ekki síst af þessum sökum sem Jóga Nidra hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á undanförnum árum. Þetta er kjörin aðferð sem allir ættu að geta nýtt sér til að losa um þá streitu og spennu sem fylgir hraða og annríki nútímans. Það eina sem þú þarft að gera er að láta fara vel um þig og hlusta á leiðsögn kennarans.

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem sameinar hugleiðslu og slökun og er stundum kallað jógískur svefn, en ólíkt svefni er um meðvitaða djúpslökun að ræða. Aðferðin er mjög áhrifarík til að kyrra hugann og ná þannig djúpri slökun og er um leið verkfæri til að öðlast betri stjórn á ýmsum hugsunum eða aðstæðum og brjóta upp neikvæð mynstur.

Þar sem líkamleg áreynsla er í lágmarki er sérstakur klæðnaður óþarfur.

Upplýsingar

Tímalengd:

  • 45-60 mín

Hentar vel fyrir:

  • Alla
  • Þá sem þurfa meiri ró í tilveruna
  • Þá sem vilja takmarkaða líkamlega áreynslu en upplifa ávinning jóga

Hitastig:

  • Hefðbundið

Bóka tíma